Fasteignagjöld 2011

Samþykkt á 549. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 22. desember 2010 

Álagning fasteignagjalda og útsvarsprósenta árið 2011

Útsvarsprósenta árið 2011 13,28% (14,48%)

Samþykkt á 547. fundi bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn einu atkvæði, að útsvarshlutfall árið 2011 verði 13,28%. Fyrirvari er þó um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20% sem af því leiðir, þá verður álagningarhlutfall útsvars 14,48% á árinu 2011.“

Álagning fasteignagjalda 2011
 
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati sem lagt er á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á nýliðnu ári skv. fasteignaskrá.  Álagning fasteignagjalda fer fram í fasteignaskrá en umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimta fer fram hjá fjármáladeild Mosfellsbæjar.
 
 
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)

Fasteignaskattur A   0,265%  af fasteignamati húss og lóðar 
Vatnsgjald  0,110%  af fasteignamati húss og lóðar 
Holræsagjald 0,130%  af fasteignamati húss og lóðar 
Lóðarleiga A 0,340%  af fasteignamati lóðar 
Sorphirðugjald  kr. 17.500  pr. íbúð fyrir 240L tunnu 
                       
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B  1,320%  af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,110%  af fasteignamati húss og lóðar 
Holræsagjald  0,130%  af fasteignamati húss og lóðar 
Lóðarleiga B 1,100%  af fasteignamati lóðar
             
                 
Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,500%  af fasteignamati húss og lóðar 
Fasteignaskattur - hesthús  0,450%  af fasteignamati húss og lóðar 
Vatnsgjald  0,110%  af fasteignamati húss og lóðar 
Holræsagjald  0,130%  af fasteignamati húss og lóðar 
Lóðarleiga C  1,100%  af fasteignamati lóðar 
                                                             
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.  Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 20.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.

Þróun álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ


2011     2010 2009  2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002
Fasteignaskattur A 0,265%  0,220% 0,220% 0,220% 0,225% 0,265% 0,360% 0,360% 0,360% 0,320%
Vatnsgjald 0,110%  0,100% 0,100% 0,100% 0,100% 0,120% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150%
Holræsagjald 0,130%  0,145% 0,145% 0,145% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150% 0,150%
Lóðarleiga 0,340%  0,300% 0,300% 0,300% 0,340% 0,400% 0,400% 0,400% 0,400% 0,100%

Tenglar:
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2011
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2010
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2009
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2008
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2007
Bakhlið álagningarseðils fasteignagjalda 2006