Heilbrigðiseftirlitsgjald gamalt

Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit

 á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

1. gr.

Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis samkvæmt lögum nr. 7/1998, með síðari breytingum og reglugerðum settum með stoð í þeim, er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari. Ennfremur er heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari af starfsemi sem háð er leyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, samkvæmt lögum nr. 74/1984 sbr. lög nr. 101/1996 og lög nr. 95/2001 um tóbaksvarnir og reglugerðum settum með stoð í þeim.

2. gr.

Tímagjald                                                                         kr.    6.300,-

Gjald fyrir rannsókn á hverju sýni skv. eftirlitsáætlun           kr.    7.500,-

Af eftirlitsskyldri starfsemi er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta árlegt gjald af starfsemi eins og fram kemur í fylgiskjali í viðauka með gjaldskrá þessari, enda fari fram reglubundið eftirlit með starfseminni, samkvæmt eftirlitsáætlun.

Heilbrigðisnefnder heimilt að breyta eftirlitsáætlun hjá einstaka fyrirtæki verði eftirlit frábrugðið samþykktri áætlun.

Eftirlitsaðila er heimilt að fjölga tímabundið eftirlitsferðum umfram það sem fram kemur í viðauka ef nauðsyn krefur t.d. þegar nýr búnaður hefur verið tekin í notkun eða vegna kvartana. Hækkar þá eftirlitsgjald sem því nemur.

Sé atvinnurekstur starfræktur í a.m.k. fjögur ár í röð og hafi heilbrigðisfulltrúi ekki gert athugasemdir í eftirliti er eftirlitsaðila heimilt að draga úr reglubundnu eftirliti og lækkar eftirlitsgjald þá sem því nemur.

Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram, er heimilt að lækka eftirlitsgjald, sem því nemur.

3. gr.

Sveitarfélögum á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis er heimilt að innheimta gjald fyrir starfsleyfi eins og hér segir:

Endurnýjun starfsleyfis:

          Starfsleyfisgjald                                                     1,0 tímagjald

          og auglýsingakostnaður ef við á

Ný starfsemi:    

          Starfsleyfisgjald                                                     1,5 tímagjald

          og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks

          ásamt  auglýsingakostnaði ef við á

Til viðbótar ofangreindu er heilbrigðisnefnd heimilt að innheimta tímagjald skv. reikningi vegna vinnu við gerð sértækra starfsleyfisskilyrða vegna starfsemi sem fellur undir reglugerð nr. 785/1999.

Tóbakssöluleyfi og önnur leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun:

          Leyfisgjald                                                             1,5 tímagjald

          og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings,

          ferðar, úttektar og frágangs.ásamt auglýsingakostnaði ef við á

Fyrir undanþágu til sölu tóbaks skv. 7. mgr. 8. gr. laga um tóbaksvarnir

                                                                                        1. tímagjald

4. gr.

Fyrir eftirlit skv. 17. og 18 gr. tóbaksvarnalaga sem ekki fer fram samhliða reglulegu eftirliti skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er heimilt að innheimta gjöld sem hér segir:

Fyrir hverja eftirlitsferð                                                        2 tímagjöld

5. gr.

Gjald skv. 3. gr.og 4.gr. greiðist við afhendingu leyfisbréfs og reiknast dráttarvextir 30 dögum eftir útgáfudag leyfis.

6. gr.

Fyrir vottorð sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis gefur út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og fyrir eiturbeiðnir skal greiða hálft tímagjald.

Gjald fyrir þjónustuverkefni og verk sem unnin eru skv. ákvæðum samþykkta settum samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða um hollustuhætti og mengunarvarnir greiðist tímagjald samkvæmt reikningi.

Ef um aukin eftirlitsverkefni er að ræða, umfram reglubundið eftirlit og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis er heilbrigðiseftirlitinu heimilt að gera sérstakan reikning vegna þeirra, eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

7. gr.

Aðildarsveitarfélögin annast innheimtu eftirlitsgjalda. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis innheimtir önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, s.s. fyrir leyfi, vottorð, eiturbeiðnir og þjónustuverkefni.

Heilbrigðiseftirlitið gerir skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi í samræmi við viðauka sem fylgir  gjaldskrá þessari og sendir viðkomandi aðildarsveitarfélagi.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

8. gr.

Gjalddagi gjalda samkvæmt 2. gr. er 1. mars og eindagi 1. apríl ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga, auk áfallins  innheimtukostnaðar.

9. gr.

Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi sem fellur undir gjaldskrá þessa, á einum og sama stað, er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald, þá af þeirri starfsemi sem ber hærra eftirlitsgjald.

10. gr.

Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs heilbrigðiseftirlitsins samkvæmt 12. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

11. gr.

Gjaldskrá þessi er samin með heimild í 8. gr. tóbaksvarnarlaga nr. 74/1984 með síðari breytingum og samkvæmt 3. mgr. 12 gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, sbr. lög nr. 59/1999 og samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar 17. mars 2004, bæjarstjórn Seltjarnarness 10. mars 2004 og Hreppsnefnd Kjósarhrepps 1. mars 2004 . Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu og frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 942/2001 fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

Mosfellsbæ, 19. mars 2004

F.h. Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

Þorsteinn Narfason,framkvæmdastjóri.