Skipulags- og byggingarmál

Nr. 1032

16. desember 2009GJALDSKRÁ
skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ vegna leyfisveitinga, umsýslu og þjónustu

1. gr.
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna og aðra þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á deiliskipulagi, skal umhverfissvið Mosfellsbæjar í umboði bæjarstjórnar innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

2. gr.
Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til byggingarreglugerðar nr. 441/1998 skal innheimta gjöld sem hér segir:
A. Fyrir úttekt vegna bygginarstjóraskipta, sbr. 36. gr. kr. 14.400
B. Fyrir úttekt vegna meistaraskipta, sbr. 47. gr.- kr. 7.500
C. Fyrir áfangaúttekt, sbr. 48. gr.- kr. 7.800
D. Fyrir lokaúttekt, sbr. 53. gr.- kr. 14.400
E. Fyrir stöðuúttekt, sbr. 55. gr. kr. 14.400
F. Fyrir byggingarleyfisgjald/afgreiðslugjald, sbr. 27. gr.- kr. 8.100
G. Fyrir byggingarleyfisgjald /gjald/m³ í húsi, sbr. 27. gr. - kr. 81
H. Fyrir stöðuleyfisgjald f. gáma og smáhýsi, sbr. 27. gr. - kr. 14.400

3. gr.
Byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta samkvæmt C-lið 2. gr. áður en byggingarleyfi er gefið út.

4. gr.
Fyrir yfirferð séruppdrátta (burðarþols- og lagnauppdrátta og séruppdrátta aðalhönnuða) skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 53. gr. laga nr. 73/1997:

A. Vegna einbýlishúsa kr. 43.000
B. Vegna par- og raðhúsa, pr. íbúð kr. 25.000
C. Vegna fjölbýlishúsa:
          Fyrir fyrstu 5 íbúðirnar,pr. íbúð kr. 12.000
          Fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð kr. 5.000
          Fyrir 20. íbúð og hærri raðtölu íbúðar, pr. íbúð  kr. 3.000
D. Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús allt að 2.000 m³ brúttó kr. 67.000
E. Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús 2.000 til 10.000 m³ brúttó kr. 78.000
F. Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús stærra en 10.000 m³ brúttó kr. 90.000
G. Aðrar minni byggingar, svo sem viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofa o.fl. kr. 16.000
H. Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis kr. 30.000
I. Breyting á innra skipulagi sérbýlis, klæðningu húss, svalaskýli eða lóð kr. 8.500
Vegna aðkeypts yfirlesturs á séruppdráttum verður innheimt sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.

5. gr.
Fyrir neðangreind vottorð, skjalagerð og yfirlestur ýmiss konar og með tilvísun til byggingarreglugerðar nr. 441/1998 og 53. gr. laga nr. 73/1997 skal innheimta gjöld sem hér segir:

Sbr. byggingarreglugerð nr. 441/1998:
A. Lokaúttektarvottorð/úttekt, sbr. 54. gr.  kr. 22.300 
B. Fokheldisvottorð/úttekt, sbr. 55. gr. kr. 22.300
C. Stöðuvottorð/úttekt, sbr. 55. gr. kr. 22.300
  Sbr. 53. gr. laga nr. 73/1997:  
D. Stofnskjalagerð, stór kr. 13.500
E. Stofnskjalagerð, lítil kr. 4.100 
F. Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, stór kr. 27.000 
G. Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, lítil   kr. 13.500 
H. Samrunaskjalagerð kr. 20.300 
I. Útsetning húss og lóðar, með tékkmælingu   kr. 74.500
J. Útsetning húss og lóðar, einföld útsetning   kr. 40.700

6. gr.
Fyrir hverja skoðun/skoðunarskýrslu byggingarfulltrúa á áður gerðum íbúðum skal byggingarfulltrúi innheimta skoðunargjald að upphæð kr. 14.400.

7. gr.
Vegna grenndarkynninga skv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997, framkvæmdaleyfa skv. 27. gr. sömu laga og vegna deiliskipulags og breytinga á deiliskipulagi, sem unnið er á vegum landeiganda eða framkvæmdaraðila, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997, skal innheimta gjöld sem hér segir:

A. Fyrir grenndarkynningu kr. 18.000 
B. Fyrir afhendingu grunngagna fyrir skipulagsvinnu   kr. 9.000
C. Fyrir umsýslu vegna breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26. gr.  kr. 9.000
D. Umsýsla vegna deiliskipulags skv. 25. gr. og breytingar á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. kr. 39.000
E. Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 7. mgr. 27. gr. kr. 80.000
F.  Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa kr. 50.000
        
8. gr.
Umhverfissvið annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi, sbr. 3. mgr. 55. gr. skipulags- og byggingarlaga.

9. gr.
Gjalddagi gjalda skv. 2. gr. er samhliða beiðni um úttekt.
Gjalddagi gjalda skv. 4. gr. er samhliða innlögn hönnunargagna til yfirferðar.
Gjalddagi vottorða skv. 5. gr. er við afhendingu þeirra. Óheimilt er að afhenda fokheldisvottorð fyrr en gjald hefur verið greitt.
Gjalddagi skoðunargjalds, skv. 5. gr. er samhliða beiðni um skoðun.
Gjalddagi gjalda skv. 7. gr., staflið A: Áður en grenndarkynning fer fram. Skv. staflið B: Við afhendingu gagna. Skv. stafliðum C og D: Við samþykkt tillögu til grenndarkynningar eða auglýsingar. Skv. stafliðum E og F: Við útgáfu leyfa.

10. gr.
Gjöld vegna áfangaúttekta skal endurgreiða komi ekki til verkframkvæmda á gildistíma byggingarleyfis.

11. gr.
Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

12. gr.
Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.

13. gr.
Gjaldskrá þessi sem öðlast þegar gildi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar með heimild í 53. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, sbr. einnig 27. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 47/2009.

Mosfellsbæ, 16. desember 2009.

Stefán Ó. Jónsson bæjarritari.
__________
B-deild – Útgáfud.: 23. desember 2009