Sorphirða

Nr. 1034                                                                                                                                            16. desember 2009

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ

1. gr.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar er heimilt að leggja á sorphirðugjald (sorphreinsi- og sorpeyðingar-gjald) til að standa undir kostnaði bæjarins af sorphirðu í bænum.

2. gr.
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis, að lágmarki kr. 15.000, er innheimt árlega með fasteignagjöldum, af íbúðum í bænum. Innifalið í því gjaldi er eitt sorpílát og sorphreinsun og sorpeyðing vegna þess.
Fyrir hvert aukasorpílát heimila er á sama hátt innheimt árlega, og fyrirfram, gjald eftir því sem hér segir:
1.  fyrir 240 l tunnu  kr.  15.000
2.  fyrir 660 l gám    kr.  43.000
Heimili sem óska eftir aukasorpíláti skulu beina ósk þar að lútandi til Þjónustustöðvar (áhaldahúss) bæjarins að Völuteigi 15.

3. gr.
Gjaldskrá þessi sem öðlast þegar gildi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar með vísan til 5. mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og með vísan til samþykktar um sorphirðu og hreinsun opinna svæða í Mosfellsbæ nr. 589/1998 með síðari breytingum.

Við samþykkt gjaldskrárinnar fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 45/2009.
Mosfellsbæ, 16. desember 2009.

Stefán Ó. Jónsson bæjarritari.
__________
B-deild – Útgáfud.: 23. desember 2009