Íbúagátt - leiðbeiningar


Fylgið leiðbeiningum um innskráningu í íbúagáttina hér að neðan. Þjónustufulltrúar Mosfellsbæjar eru einnig boðnir og búnir til að hjálpa, annað hvort í síma 525 6700 eða í þjónustuverinu í Kjarna. Þá eru starfsmenn grunnskólanna einnig reiðubúnir að aðstoða foreldra að sækja um mötuneyti eða frístundasel fyrir börnin sín í gegn um íbúagáttina.

Einfalt og þægilegt:
Þú getur opnað íbúagátt Mosfellsbæjar með tvennum hætti:
1.    Þú ferð á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og velur hnappinn “Íbúagátt” á forsíðu.
2.    Þú slærð inn slóðina https://ibuagatt.mosfellsbaer.is

Nýskráning

Á forsíðu íbúagáttarinnar ferð þú á svæðið “nýskráning” og skrifar kennitölu þína og smellir á “áfram”. Æskilegt er að þú skráir netfang, farsíma og heimasíma. Hægt er að velja á milli þess að fá lykilorð sent í heimbanka eða að sækja það í þjónustuver Mosfellsbæjar. Að lokum smellir þú á “senda”.

Lykilorð sótt í heimabanka
Þú skráir þig inn í heimbanka þinn og ferð í “yfirlit/rafræn skjöl” eða “Yfirlit/vefskjöl”. Þar finnur þú skjal sem heitir “lykilorð frá Mosfellsbæ”. Skjalið inniheldur notendanafn og lykilorð sem veitir þér aðgang að íbúagáttinni.

Lykilorð sótt í þjónustuver Mosfellsbæjar
Þú kemur í þjónustuver Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2 og sækir lykilorðið. Þú verður að framvísa persónuskilríkjum um leið. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Símanúmer í þjónustuveri er 525 6700.

Innskráning
Þegar þú hefur fengið notendanafn og lykilorð opnar þú íbúagáttina að nýju, annað hvort í gegn um mos.is eða https://ibuagatt.mosfellsbaer.is og skráir þig inn á svæðinu “innskráning”.

Sótt um þjónustu
Þegar innskráningu er lokið getur þú sótt um þá þjónustu sem óskað er eftir, svo sem frístundaheimili eða mötuneyti grunnskólanna undir flipanum “umsóknir”. Þú getur svo fylgst með ferli umsókna þinna undir flipanum “málin mín”, vinstra megin á síðunni.

Hjálpumst að

Eigir þú í erfiðleikum með skráningu á íbúagáttina eða notkun hennar hikaðu ekki við að hafa samband. Starfsfólk í þjónustuveri Mosfellsbæjar veitir alla aðstoð á staðnum,  Þverholti 2, eða í síma 525 6700. Svo má auðvitað leita aðstoðar nákominna og hver veit nema barnabörnin geti hjálpað.