Barnastarf

Uppskeruhátíð kl. 17 í Bókasafninu

Í sumar hefur „Sumarlestur“  verið í gangi í Bókasafninu fyrir börn í 1.-4. bekk og  nú er komið að uppskeruhátíð. Öll börn sem skráðu sig í lesturinn eru boðin velkomin í safnið í dag 30. ágúst kl. 17. 

Opnun í Listasal Mosfellsbæjar í dag - 2050

boðskort_2050Föstudaginn 6. maí kl. 16 - 18 verður opnuð sýning nemenda í 9. og 10. bekk Varmár- og Lágafellsskóla í Listasal Mosfellsbæjar.

Verðlaunahafi marsmánaðar í bókmenntagetraun barnanna.

Skrnir_mani_mars_2011Í Bókasafni Mosfellsbæjar er mánaðarlega sett fram ný bókmenntagetraun fyrir börnin yfir vetrarmánuðina.

Í lok marsmánaðar var dreginn út verðlaunahafi mánaðarins og var það Skírnir Máni Stefánsson. Hann var með öll svörin rétt og fékk að launum bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur.

Barnastarfið

Börn geta fengið skírteini þegar þau byrja í skóla og það er endurgjaldslaust til 18 ára aldurs.

Sögustundir eru á fimmtudags- og föstudags- morgnum í samvinnu við leikskólakennara. Önnur börn á leikskólaaldri eru einnig velkomin í sögustundirnar, en rétt er að hringja á undan sér til að fá nánari tímasetningu.

Jafnframt er boðið upp á:

• Rithöfundakynningar

• Leiksýningar

• Bókmenntagetraunir

• Safnkynningar

Á bókasafninu er fjölbreytt efni fyrir börn og unglinga:

• Skáldsögur

• Fræðirit

• Teiknimyndasögur

• Tímarit

• Hljóðbækur

• Bækur á erlendum málum

• Tölvuleikir

• Tónlist

• Myndbönd