Safngögn

Bæklingar með áhugaverðum safngögnum:

Áttu von á barni? (.pdf 1 MB)

Breytingaskeiðið (.pdf 0.6 MB) 

Bútasaumur (.pdf 2 MB)

Hestamennska (.pdf 2 MB)

Hljóðbækur (.pdf 2 KB)

Sorg og sorgarviðbrögð (.pdf 1 MB)

Ættfræði (.pdf 0.7 KB)

 

 

Safngögn

 

Í bókasafninu eru fjölmargir bókatitlar á íslensku og erlendum málum. Auk þess er mikið úrval tímarita, hljóðbóka, tungumálanámskeiða, myndbanda/DVD, margmiðlunar- og tónlistardiska. Safngögn fást að láni með því að framvísa gildu bókasafnsskírteini. Sektir eru 10 kr. fyrir hvert safngagn á dag þegar útlánatími er útrunninn, nema á myndböndum sem er 50 kr. dagsekt.

Bækur

Bókasafnið hefur bækur fyrir alla aldurshópa, bæði skáldrit og fræðibækur - á íslensku og erlendum tungumálum. Útlánstími er að öllu jöfnu þrjátíu dagar. Reglur um skammtímalán gilda við sérstakar aðstæður. Bækur lánaðar í 7 daga eru sérmerktar með gulum depli. Bækur í ættfræðideild eru ýmist lánaðar út í viku eða mánuð. Fágæt eldri ættfræðirit eru ekki lánuð út. Handbækur eru sérmerktar með rauðum depli á kili og eru ekki lánaðar út.

Dagblöð

Dagblöð eru til aflestrar á bókasafninu og ekki lánuð út. Þau eru geymd í eina viku. Veittur er aðgangur að Gagnasafni Morgunblaðsins á safninu. 

Tímarit

Bókasafnið kaupir fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra tímarita, u.þ.b. tvöhundruð titla. Tímarit, utan nýjustu tölublöð, eru lánuð út í tvær vikur. Rafræn íslensk blöð eru aðgengileg á netinu.

Geisladiskar

Tónlistardiskar bókasafnsins eru til útláns án gjalds. Aldurstakmark er miðað við 12 ára. Útlánstími er 14 dagar.

Hljóðbækur

Til er vaxandi safn hljóðbóka fyrir börn og fullorðna sem eru lánaðar eru út í 30 daga. 

Margmiðlunardiskar

Margmiðlunardiskar með fræðsluefni, tölvuforritum og leikjum, fyrir PC, Machintosh og Playstation. Útlánstími er 14 dagar.

Myndbönd

Við innkaup er sérstök áhersla lögð á fræðsluefni, barnaefni og vandaðar leiknar kvikmyndir ásamt íslenskum og öðrum norrænum kvikmyndum. Afþreyingarefni er lánað út í tvo sólarhringa og kostar 200 kr. en fræðsluefni í viku án gjalds. Þegar útlánatími er liðinn greiðist 50 kr. sekt fyrir hvern dag umfram skiladag, og á það við um bæði afþreyingarefni og fræðslu.

Tungumálanámskeið

Við bjóðum upp á tungumálanámskeið á mörgum tungumálum. Útlánatími er ýmist 30 eða 60 dagar.