Þjónusta

Skírteini

Bókasafnsskírteini þarf að endurnýja árlega. Árgjald er 1300 kr. fyrir 18 - 67 ára. Eldri borgarar, öryrkjar og börn fá skírteini endurgjaldslaust. Ef skírteini glatast þarf að borga 200 krónur fyrir að útbúa nýtt.
Skírteinin gilda einnig hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur og Bókasafni Seltjarnarness. Gildistími skírteinanna er samræmdur.

Millisafnalán Borgarbókasafns Reykjavíkur, Bókasafns Seltjarnarness og Bókasafns Mosfellsbæjar

Í safninu eru tvær leitartölvur fyrir almenning. Í þeim er hægt að skoða safnkost safnsins og annarra safna sem nota tölvukerfið Gegni. Hægt er að panta safnefni frá Borgarbókasafni Reykjavíkur og Bókasafni Seltjarnarness ef efnið er ekki til í Bókasafni Mosfellsbæjar. Reglur þeirra safna gilda um þau útlán. Starfsfólk safnsins sér um að panta efnið. Undanskildar þessum millisafnalánum eru kennslubækur og annað ásetið efni og þurfa lánþegar að nálgast það efni sjálfir í einhverju af útibúum Borgarbókasafns. Hægt er að skila safnefni frá Borgarbókasafni og Bókasafni Seltjarnarness í Bókasafn Mosfellsbæjar og er það sótt vikulega.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: www.borgarbokasafn.is
Bókasafn Seltjarnarness: www.seltjarnarnes.is/bokasafn

Upplýsingaþjónusta

Starfsmenn Bókasafnsins veita viðskiptavinum safnsins aðstoð og ráðgjöf við heimildaöflun og upplýsingaleit.

Aðgangur að Internetinu, gagnlegum upplýsingaveitum og gagnagrunnum er á safninu.

Upplýsingþjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu, en greitt er fyrir ljósrit og útprentun. Við miðum við að hver viðskiptavinur fái u.þ.b. 20 mín., en fer það annars eftir erli.

Hægt er að hringja í síma 566-6822 eða senda fyrirspurn með tölvupósti á tölvupóstfang safnsins, bokasafn[hjá]mos.is og verður svarað eins fljótt og unnt er.

Tölvur og Internet

Í bókasafninu er svokallaður heitur reitur (þráðlaust net).
Viðskiptavinir safnsins geta ýmist komið með sínar eigin tölvur og tengst Internetinu gjaldfrítt eða fengið aðgang að sérstökum tölvum í eigu safnsins.

Viðskiptavinum safnsins, 15 ára og eldri, er heimill aðgangur að Internettengdum tölvum safnsins í allt að 60 mínútur í senn gjaldfrítt. Framvísa þarf bókasafnsskírteini eða persónuskilríkjum.

Tvær leitartölvur fyrir almenning eru tengdar beint við bókasafnskerfið Gegni.

Hlekkjasafn

Í hlekkjasafni vefsíðu Bókasafns Mosfellsbæjar eru ýmsar gagnlegar síður sem gott er að nota í heimildaröflun sem og til gagns og gamans.

Almenningsbókasöfn Gegnir.is

Vefbókasafn 

 Hvar.is