Íþróttir

Mosfellsbær státar af fjölbreyttu íþróttalífi. Hér er hægt að leggja stund á flestar íþróttagreinar í einum sex íþróttafélögum. Stærst þeirra er Ungmennafélagið Afturelding sem hefur mikinn fjölda deilda innan sinna vébanda.

Hestamannafélagið Hörður heldur uppi öflugu starfi fyrir hestaáhugamenn á öllum aldri.

Tveir golfklúbbar eru starfandi í Mosfellsbæ, Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbburinn Bakkakot.

MotoMos er akstursíþróttafélag með frábæra aðstöðu fyrir akstursíþróttafólk á Tungumelum. Sjá einnig svæði MotorMos á Motorcross.is


Tvær sundlaugar og íþróttamiðstöðvar eru starfandi í Mosfellsbæ, Íþróttamiðstöðin að Varmá og Íþróttamiðstöðin Lágafell. Í þeim eru sjálfstætt starfandi líkamsræktarstöðvar, World Class og Elding.