Tómstundir fullorðinna

Í Mosfellsbæ er öflugt tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri. Tómstundaskóli Mosfellsbæjar býður upp á ótalinn fjölda námskeiða af öllu tagi. Þar er hægt að læra indverska matargerð, gítarleik, photoshop, peysuprjón, tungumál, skapandi skrif, silfursmíði, bókmenntir og margt, margt fleira.

 

Listaskóli Mosfellsbæjar samanstendur af Leikfélagi Mosfellssveitar, tónlistardeildar, Myndlistarskóli Mosfellsbæjar auk Skólahljómsveitar. Myndlistarskólinn býður upp á metnaðarfull myndlistarnám fyrir alla aldurshópa. Boðið er upp á byrjendanámskeið fyrir fullorðna, þar sem lögð er áhersla á teikningu, litafræði, myndbyggingu og frumatriði málunar. Einnig eru í boði framhaldsnámskeið í málun fyrir þá sem eru lengra komnir. Námskeiðin eru 44 kennslustundir og fer kennsla fram á kvöldin. Kennarar á námskeiðum eru listmálararnir Anna Gunnlaugsdóttir, Pétur Gautur og Soffía Sæmundsdóttir.

Tónlistardeild Listaskólans stendur fullorðnum jafnframt til boða. Þar fer fram kennsla á hin ýmsu hljóðfæri fyrir byrjendur sem lengra komna.

 

Flugklúbbur Mosfellsbæjar er með einstaka aðstöðu á flugvellinum að Tungubökkum enda er það ekki að ástæðulausu að oft er talað um að þar sé grasrót einkaflugs á Íslandi.Á Tungubökkum eru sjö flugskýli sem hafa að geyma tugi einstakra flugvéla og einnig er þar mjög gott klúbbhús sem notað er sem kaffistofa sem og samkomuhús til skemmtana og fundarhalda. Félagslíf klúbbsins samanstendur af ýmsum uppákomum árið um kring.

Frá lokum maí þar til í byrjun september sjá eigendur flugvéla á flugvellinum um kaffi og meðlæti á hverju fimmtudagskvöldi. Þar koma félagsmenn sama, ræða um lífsins gagn og nauðsynjar og fljúga ef veður leyfir. Allir eru velkomnir á þessi kaffikvöld, jafnvel þó menn séu ekki félagar í klúbbnum. Íbúar Mosfellsbæjar hafa verið duglegir við að heimsækja okkur á fimmtudagskvöldum á sumrin.  Á veturna eru kaffikvöldin einnig haldin á fimmtudagskvöldum.

Tenglar

 

Flugklúbbur Mosfellsbæjar
Listaskóli Mosfellsbæjar
Tómstundaskóli Mosfellsbæjar