Laxnessvefur

Skáldið og sveitin

Tengsl Halldórs Laxness við Mosfellssveit og -bæ

 
Halldór Laxness les úr verkum sínum á 40 ára afmæli UMFA. Myndin er tekin í Brúarlandi árið 1949.
Halldór Laxness er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. Hann sá bernskuár sín í dalnum í hillingum og í nokkrum bóka sinna sækir hann efniviðinn í Mosfellssveit, einkum í Innansveitarkroniku og endurminningabókinni Í túninu heima.

Á Laxnessvefnum er gert grein fyrir tengslum Halldórs við byggðarlagið sem skipta miklu máli til að átta sig á rithöfundinum og Mosfellingnum Halldóri Laxness. Ljósmyndir úr ýmsum áttum og skrif Halldórs og annarra verða notuð til að bregða upp mynd af skáldinu og sveitinni á fyrri tíð. 
Bjarki Bjarnason ritaði texta og sá um myndaval.