Listamenn og listaverk

Nóbelskáldið
Halldór Laxness er tengdur Mosfellssveit og -bæ órofa böndum. Hann ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður.

Heiðursborgari Mosfellsbæjar
Heiðursborgari Mosfellsbæjar er heiðraður hverju sinni við hátíðleg tækifæri. Einstaklingur sem hefur leitt af sér góð störf í þágu Mosfellsbæjar hefur hlotið þessa heiðursnafnbót.

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ.

Mosfellingur ársins
Árlega hefur Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins sem þótt hefur skara framúr á árinu fyrir afrek eða listir sínar.

Listaverk í eigu Mosfellsbæjar
Í gegnum tíðina hefur bæjarfélaginu Mosfellsbæ áskotnast fjöldi listaverka  af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að ljá bænum líflegra og vistlegra yfirbragð.

Þróun og nýsköpun
Þróunar- og ferðamálanefnd stendur fyrir úthlutun á þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu ár hvert. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að efla nýsköpun og þróun ásamt því að efla fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins.