Bæjarlistamaður

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ. Bæjarlistamaður kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur.

Hér til hliðar er hægt að sjá hvaða listamenn hafa verið útnefndir Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar frá 1995.

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013 er Ólafur Gunnarsson, rithöfundur.

Ólafur Gunnarsson, Bæjarlistamaður 2013. Mynd Ruth Örnólfs MosfellingurÓlafur valinn bæjarlistamaður

Ólafur Gunnarsson einn helsti rithöfundur Íslands hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Ólafur dregur upp lifandi og litsterka mynd af sögutíma og persónum og er ósmeykur við að velta upp þeim stóru siðferðilegu spurningum sem spurt er í alvöru skáldskap. Hann hefur nýtt sögu Íslands á mjög áhugaverðan hátt í skáldskap. Ólafur er afkastamikill rithöfundur og skáldsögur hans hafa fengið góðar viðtökur og viðurkenningar.

Tröllakirkja (1992) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Íslensku bókmenntaverðlaunin hlaut Ólafur fyrir sögulegu skáldsöguna Öxin og jörðin (2003). Ferðasagan Úti að aka (2006), sem hann skrifaði í samstarfi við Einar Kárason, fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Skáldsagan Milljón prósent menn hefur komið út í enskri þýðingu.

Ólafur Gunnarsson rithöfundur kosinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Meðal merkra verka Ólafs eru Blóðakur, Gaga, Heilagur andi og englar vítis, Höfuðlausn, Ljóstollur, Milljón prósent menn, Sögur úr Skuggahverfinu : Tvær sögur, Tröllakirkja, Vetrarferðin og Öxin og jörðin.

Hann hefur einnig skrifað barnabækur eins og Fallegi flughvalurinn, Fallegi flughvalurinn og sagan af litla stjörnukerfinu og Snjæljónin. Þá hefur Ólafur þýtt bækur eins og Á vegum úti og Ólafur Gunnarsson rithöfundur kosinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Möltufálkinn. Hann hefur gert leikritið Regnbogastrákurinn og ljóðabækur hans eru Hrognkelsin: Cyclopteri Lumpi, Ljóð og Upprisan eða undan ryklokinu.

Ólafur var sæmdur viðurkenningunni á bæjarhátíðinni Í túninu heima.