1997

Inga Elín Kristinsdóttir er fædd 1957. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1972 til 1974, og síðar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands með hléum frá árinu 1974 til 1982. Árin 1983-1988 nam hún síðan leirlist og glerlist við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn. Frá árinu 1989 hefur Inga Elín haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum hér á landi auk þess að hafa haldið sýningu í London árið 1992. Að auki hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Inga Elín hefur starfað í fulltrúaráði Sambands íslenskra myndlistarmanna og verið þar í stjórn á árunum 2000 til 2002. Hún starfaði sem myndmenntakennari í Mosfellsbæ um nokkurra ára  skeið og rak um árabil listhúsið Gallerí Inga Elín í Reykjavík. Ingu Elínu hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars var hún bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 1997. 

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar. 


 

 

Nafn listaverks:  Eva og eplið.1992
Efni – aðferð: Málmur, steinn og brætt myndskreytt gler
Stærð:  115 cm
Hvenær keypt:  1992
Staðsetning:  Kjarni, 3. hæð

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Kona. 1993
Efni – aðferð: Myndskreytt gler
Stærð:  43x32 cm
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Eign Bókasafns Mosfellsbæjar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Skál. 1992
Efni – aðferð: Myndskreytt glerskál
Stærð:  29x29 cm, 4.5 cm á hæð
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til Bókasafns Mosfellsbæjar

 

 

 


Nafn listaverks:
 Þruma úr heiðskýru lofti. 1991
Efni – aðferð: Brætt myndskreytt gler
Stærð:  66x49 cm
Hvenær keypt:  1992
Staðsetning:  Kjarni, 4. hæð

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Varða
Efni – aðferð: Gler og steinsteypa
Stærð:  180 cm
Hvenær keypt: 1997
Staðsetning:  Leikskólinn á Hlaðhömrum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks:
Efni – aðferð: Gler
Stærð:  180 cm
Hvenær keypt: 1995
Staðsetning: Bókasafni Mosfellsbæjar
Gjöf bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til Bókasafns Mosfellsbæjar