2002

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikariAnna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hlaut titilinn Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2002.

ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR er fædd í Reykjavík. Hún brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði Post Graduate-nám við Guildhall School of Music and Drama í London með sérstaka áherslu á kammertónlist og meðleik með söng.

Hún hefur starfað á Íslandi í rúma tvo áratugi og komið fram sem einleikari meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Anna Guðný hefur verið píanóleikari Kammersveitarinnar um langt árabil; ferðast víða með henni og leikið inn á geisladiska, meðal annars píanókonserta eftir Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson.  Samstarf hennar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sópransöngkonu hefur staðið síðan á námsárunum í London. 

Sumarið 2004 starfaði Anna sem píanóleikari við tónlistarakademíuna í Sion í Sviss. Hún hefur komið fram á Listahátíð í Reykjavík og leikur reglulega innan raðar TÍBRÁR-tónleikanna í Salnum í Kópavogi.

En eins og áður sagði varAnna bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2002. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem flytjandi ársins. Hún kenndi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun hennar 2001 til 2005, en það haust var hún ráðin píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Hún fékk Íslensku Tónlistarverðlaunin 2009 fyrir flutning sinn á "Tuttugu tillit til Jesúbarnsins"eftir Olivier Messiaen í Langholtskirkju 6. september 2008. Þann 1. júlí síðastliðinn kom síðan út geisladiskur með leik hennar á þessu verki.