Listaverk

Í gegnum tíðina hefur bæjarfélaginu Mosfellsbæ áskotnast fjöldi listaverka  af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að ljá bænum líflegra og vistlegra yfirbragð.

Þessi verk prýða húsakost og salarkynni bæjarfélagsins, starfsfólki og gestum til yndis og ánægju. Þeir sem kunna að meta góð listaverk vita að eitt verk getur vakið tilfinningar og spurningar, sagt sögu og varpað nýju ljósi á þekktar staðreyndir. Listin vekur áhorfandann til umhugsunar og auðgar andann.

Í Álafosskvos hafa fjölmargir listamenn vinnustofur í húsnæði sem áður tilheyrði ullarverksmiðjunni Álafossi og í aðliggjandi húsum; Mosfellsbær er því í hópi fárra bæjarfélaga á landinu sem geta státað af raunverulegu listamannahverfi.  Víðar í Mosfellsbæ eru listamenn einnig með vinnustofur og sýningaraðstöðu. 

Lengi hefur skort á að upplýsingar um listaverk í eigu Mosfellsbæjar og höfunda þeirra hafi verið aðgengileg þeim er áhuga hafa. Ef til vill hefur þar ekki síst skort hentugan miðil. Hér hefur verið ráðin bót á því vandamáli og er þessi vefur hluti af viðleitni bæjarfélagsins til að kynna þau listaverk sem því tilheyra og kynna lítillega höfunda verkanna þar sem kostur er. 

Sæunn Ólafsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur vann á árunum 2003 sem nemi við Háskóla Íslands að skráningu á listaverkum í eigu Mosfellsbæjar. Skráningin er byggð á samantekt sem Bjarki Bjarnason vann fyrir menningarmálanefnd Mosfellsbæjar árið 1999 um listaverk í eigu bæjarins. Bjarki tók einnig myndir af listaverkunum.   Nú á haustdögum 2005 hefur Sæunn uppfært vefinn, lagfært og tekið nýjar ljósmyndir af sumum verkanna.

 

Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar frá árinu 1995

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ. Bæjarlistamaður kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur.

Hér má finna upplýsingar um alla bæjarlistamenn Mosfellsbæjar.

Aðrir áhugaverðir tenglar:

Menningarnet Íslands
Samband íslenskra myndlistarmanna
Upplýsingamiðstöð myndlistar