Ásrún Kristjánsdóttir

Ásrún Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1949. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1967-1971 og tók þar einnig akademískt ár árið 1971-1972. Árin 1973-1976 lærði hún textílhönnun við Konstfackskolan í Stokkhólmi.

Frá útskrift starfaði hún sem kennari við myndlistardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti til ársins 1986. Þá tók hún við starfi yfirkennara í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem hún gegndi allt til ársins 1999. Þá tók Ásrún að sér verkefni sem fólst í því að skrá myndlist í íslenskum handritum.  

Ásrún hefur setið í fjölda nefnda í tengslum við störf sín og sinnt margvíslegum félagsstörfum tengdum myndlist. Hún var meðal annars formaður Textílfélagsins um þriggja ára skeið, í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju og hefur starfað sem formaður Form Ísland sem er félag menntaðra hönnuða á Íslandi.

Verk eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

 

Nafn listaverks: Í draumi sérhvers manns. (1983)
Efni – aðferð: Tauþrykk
Stærð:  24x33 cm
Hvenær keypt: 1983
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins)

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Er fall hans falið. (1983)
Efni – aðferð: Tauþrykk
Stærð:  24x33 cm
Hvenær keypt: 1983
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins)