Einar Jónsson

Einar Jónsson var brautryðjandi íslenskrar höggmyndalistar. Hann var fæddur árið 1874 og nam við Det Kongelige Danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn á árunum 1896 til 1899. Hann sýndi fyrst opinberlega verk sitt Útlagar árið 1901 í Kaupmannahöfn.

Einar Jónsson bauð íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að reist yrði yfir þau safnhús. Með framlagi frá Alþingi og landssöfnun meðal Íslendinga tókst að safna fé til byggingar hússins sem Einar valdi stað á Skólavörðuhæð.

Einar sótti helst innblástur í íslenskan þjóðsagnaarf, goðfræðileg og trúarleg minni. Fjölmargar afsteypur af höggmyndum Einars prýða Reykjavíkurborg, m.a. verkin Útlagar við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, Ingólfur Arnarson á Arnarhóli og Jón Sigurðsson á Austurvelli. 

Nánari upplýsingar um líf og verk listamannsins má finna á heimasíðu Listasafns Einars Jónssonar

Verk eftir Einar Jónsson í eigu Mosfellsbæjar:

 

Nafn listaverks: Jón Sigurðsson forseti. 1944
Efni – aðferð: Bronshúðað gifs
Stærð:  40 cm
Staðsetning:  Varmárskóli, yngri deild (kennarastofa)