Hanna Bjartmars


Hanna Bjartmars Arnardóttir er fædd 1958. Hún útskrifaðist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981. Sama ár hóf hún tveggja ára nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem hún lauk árið 1983. Þá stundaði hún nám við Grafikskolan Forum í Malmö árið 1985 til 1987. Hanna hefur haldið einkasýningar á verkum sínum, bæði hér heima og erlendis, auk þess að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum.

 

 

 

Verk eftir Hönnu Bjartmars í eigu Mosfellsbæjar: 

 

Nafn listaverks: Kisusófi
Hvenær keypt: 1996
Staðsetning:  Leikskólinn Hlaðhömrum