Helga Jóhannesdóttir

Helga Jóhannesdóttir er fædd 1961. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1987-1991, utan eitt ár sem hún tók við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn árið 1989. Árið 1998 hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún lærði við Slippery Rock University í Pennsylvaniu.

Helga hélt m.a. einkasýningar í versluninni Epal árið 1992, tvær sýningar í Stöðlakoti í Reykjavík árin 1995 og 2000. Hún hélt einnig einkasýningu í The Clay Place Gallery í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1998. Helga tók þátt í samsýningum í Listasafni Reykjavíkur og í Kairó, Egyptalandi árið 2000.  Helga er búsett í Mosfellsbæ og er með vinnustofu í Álafosskvos.

 

Verk eftir Helgu Jóhannesdóttur í eigu Mosfellsbæjar:


Nafn listaverks:
 Borð. 1992
Efni – aðferð: Jarðbrenndur steinleir, gler og málmur
Stærð:  Borðplata: 65x85cm.
Hæð borðs: 40 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning:  Kjarni, 3. Hæð

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Gnægtir

Efni - aðferð: Leir

Hvenær keypt: 1999

Annað: Gjöf frá Menningar og fræðslunefnd Mosfellsbæjar

við opnun leikskólans árið 1999. Verkið skírskotar til allra

þeirra hæfileika, möguleika og tækifæra sem barnið í

hverjum einstaklingi býr yfir.