Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson er fæddur 1949. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1969 til 1972 og hélt síðan utan til náms við Det Kongelige Danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn. Þar dvaldi hann til ársins 1975.

Magnús hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga á Íslandi auk þess að hafa haldið sýningar bæði í Svíþjóð og á Spáni. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og víða erlendis, allt frá Finnlandi til Brasilíu.

Verk eftir Magnús eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Háskóla Íslands, Hafnarborgar menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Gerðarsafns,  Listasafns Reykjavíkur og Sænsku nóbelakademíunnar.

Magnús hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni myndlistarnema í Luxemburg og menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 1986.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar

 

 

Nafn listaverks: Grettir og Glámur (Tímahjól). 1988
Efni – aðferð: Vatnslitir á pappír
Stærð:  110x83 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning:  Varmárskóli, eldri deild