Ragnar Lárusson

Ragnar Lárusson er fæddur að Brúarlandi í Mosfellssveit 1935, sonur skólastjórahjónanna þar, Kristínar Magnúsdóttur og Lárusar Halldórssonar.
Að loknu prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi, settist Ragnar á skólabekk í Handíða- og myndlistaskólanum þar sem hann stundaði nám í myndlistardeild í tvo vetur.

Ragnar nam gullsmíði hjá Vali Fannar, gullsmiði og hefur gripið til smíðinnar annað veifið og smíðað módelhluti úr silfri. Ragnar sótti einnig námskeið í litógrafíu hjá Braga Ásgeirssyni listmálara.

Ragnar hefur samið og teiknað sjö bækur fyrir börn, bækurnar um Mola litla flugustrák. Ragnar gerði fyrstu "hreyfimyndirnar" sem birtust í íslenska sjónvarpinu, þættina um Valla víking. Fyrir það frumherjastarf hlaut hann viðurkenningu Bókasafnasjóðs höfunda vorið 2002.

Ragnar hefur myndskreytt margar bækur annarra höfunda. Um tíma gaf hann einnig út skopblaðið Spegilinn ásamt Ása í Bæ. Fyrstu sýningu á verkum sínum hélt Ragnar í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík árið 1956. Siðan hefur Ragnar haldið margar sýningar á verkum sínum hér á landi og eina erlendis.


Nafn listaverks:
 Mannamyndir, Ástar-Brandur. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð:  43.5x31 cm
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Mannamyndir. Guðmundur dúllari. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð:  43.5x31 cm
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Mannamyndir, Símon Dalaskáld. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð:  43.5x31 cm
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Mannamyndir, Sæfinnur með 16 skó. 1980
Efni – aðferð: Sáldþrykk
Stærð:  43.5x31 cm
Staðsetning:  Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins haustið 1985

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Frummynd af lágmynd sem er á minnisvarða Lárusar Halldórssonar og Kristínar Magnúsdóttur. 1960
Efni – aðferð: Gifs
Stærð:  34x36 cm
Staðsetning:  Kennarastofa Varmárskóla, yngri deild

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Hálfdán Helgason prestur á Mosfelli. 1956
Efni – aðferð: Pastellitir 
Stærð:  64x50 cm
Staðsetning:  Kennarastofa Varmárskóla, yngri deild
Gjöf frá Lárusi Halldórssyni skólastjóra

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Skólastjórahjónin Lárus Halldórsson og Kristín Magnúsdóttir. 1985
Efni – aðferð: Lágmynd úr kopar á háum stöpli
Stærð:  Lágmynd: 33.5x35.5 cm. Hæð stöpuls: 185 cm
Staðsetning:  Við Varmárskóla, yngri deild.
Verkið er gjöf frá nemendum og vandamönnum þeirra hjóna. Minnisvarðinn var afhjúpaður 16. september 1985

 

 

 

 

 

 

 


Nafn listaverks:
 Án titils. 1984-1985 
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð:  90x110 cm
Staðsetning:  Kjarni, 4.hæð
Gjöf frá listamanninum til bæjarins í tilefni stofnunar listaverkasjóðs á stofndegi Mosfellsbæjar þann 9. ágúst 1987 

 

 


Nafn listaverks:
 Án titils. 1988
Efni – aðferð: Gvasslitir
Stærð:  50x62 cm
Hvenær keypt: 1988 - Unnið sérstaklega fyrir Tónlistarskólann í Mosfellsbæ
Staðsetning:  Tónlistarskóli Mosfellsbæjar

 

 

 


Nafn listaverks:
 Án titils. 1988
Efni – aðferð: Gvasslitir
Stærð:  50x65 cm
Hvenær keypt: 1988 - Unnið sérstaklega fyrir Tónlistarskólann í Mosfellsbæ
Staðsetning:  Tónlistarskóli Mosfellsbæjar (eign skólans)

 


Nafn listaverks:
 Án titils. 1988
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð:  42x60 cm
Staðsetning:  Tónlistarskóli Mosfellsbæjar