Rósa Ingólfsdóttir

Rósa Ingólfsdóttir er fædd 1946. Hún lagði stund á nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr auglýsingadeild árið 1963. Eftir það tók við nám við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem lauk með útskrift árið 1972. Hún stundaði einnig söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Guðrúnar Á. Símonardóttur veturinn 1972-1973.

Rósa var fastráðinn teiknari Ríkissjónvarpsins árið 1968 og starfaði þar allt til ársins 1997. Rósa hefur síðan þá stundað ýmis störf tengd auglýsinga- og markaðssetningu, auk stundakennslu við Iðnskólann í Reykjavík.

Rósa hefur haldið sýningar víðs vegar um landið, meðal annars á hringferð um landið árið 1997 á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem hún sýndi verk sín í myndlistarsölum víða um land.

Verk eftir Rósu eru meðal annars í eigu Reykjavíkurborgar, Fjármálaráðuneytisins, Á.T.V.R., Landsvirkjunar, Kaupþings, Seðlabankans, Verslunarráðs og Hótel Ísafjarðar.

 

Verk eftir Rósu Ingólfsdóttir í eigu Mosfellsbæjar


Nafn listaverks:
 Iðnaður. 1991
Efni – aðferð: Silkiprent
Stærð:  70x90 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning:  Kjarni, 3. hæð 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Óðurinn til krónunnar. 1981
Efni – aðferð: Silkiprent
Stærð:  70x90 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning:  Kjarni, 4. hæð