Sólveig Eggerz Pétursdóttir

Sólveig Eggerz Pétursdóttir er fædd 1925. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á stríðsárunum. Árið 1946 fór hún til London og nam þar við Heatherly School of fine arts. Henni bauðst námsstyrkur við annan skóla í Bretlandi,  en hún gifti sig þetta ár og flutti til Íslands. Foreldrar hennar bjuggu í Þýskalandi og var hún því mikið á faraldsfæti. Hún notaði tækfærið til þess að sækja námskeið á ferðum sínum og fékk tækifæri til að halda sýningar víða um heim. Sólveig hélt meðal annars myndlistarsýningar í Gallerí Hilton í London, tvær sýningar í Baden Baden og eina í Hannover í Þýskalandi. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum í Kaupmannahöfn. Mörg verka hennar eru í opinberri eigu og í eigu safna erlendis.  

 

Verk eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur í eigu Mosfellsbæjar:

Nafn listaverks: Án tiltils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð:  57x73 cm
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning:  Kjarni, 3. hæð

 

 

 


Nafn listaverks: Án titils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir 
Stærð:  
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning:  Kjarni, 4. hæð

 

 

 

 

 

Nafn listaverks: Án titils. 1989
Efni – aðferð: Vatnslitir 
Stærð:  44x60 cm
Hvenær keypt: 1989
Staðsetning:  Varmárskóli, yngri deild.