Sverrir Haraldsson

Sverrir Haraldsson var fæddur 1930. Hann lést 1985. Sverrir nam myndlist við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1946 til 1949. Hann dvaldi við nám í París í Frakklandi frá 1952 til 1953 og síðar í Þýskalandi við nám í Hochschule fűr bildende Kűnste í Berlín á árabilinu 1957 til 1960.

Sverrir var kennari við Handíða- og myndlistaskólann með hléum frá árinu 1949 til 1956. Þá kenndi hann við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1960 til 1962 og síðar hjá hinum ýmsu listafélögum til ársins 1984.

Sverrir hélt margar einkasýningar á ferli sínum auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga hér heima og víða um Evrópu. Árið 1997, á tíu ára afmæli Mosfellsbæjar, var haldin sýningin Sverrir Haraldsson, sýnishorn úr ævistarfi, í Gallerí Hulduhólum á vegum Gallerís Hulduhóla og Mosfellsbæjar.

Sverrir var meðlimur í FÍ M – Félagi íslenskra myndlistarmanna og hlaut alloft listamannalaun.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar

Listaverk eftir Sverri Haraldsson í eigu Mosfellsbæjar

Nafn listaverks: Flosagjá. 1977
Efni – aðferð: Olía á striga 
Stærð:  80x100 cm
Hvenær keypt: 1977
Staðsetning:  Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum