Mosfellingur ársins

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins-Mynd-RaggiÓla
Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins


Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Hljómsveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Kaleo sló rækilega í gegn á árinu 2013. Síðasta vor gaf hljómsveitin út endurgerða útgáfu af gamla laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið kom þeim á kortið og hafa þeir verið óstöðvandi síðan.
„Við erum gríðarlega stoltir að hljóta þessa nafnbót og má segja að þetta setji punktinn yfir i-ið á árinu 2013 sem hefur verið ævintýri líkast," segja strákarnir í samtali við Mosfelling.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu á árinu sem varð sú næst mest selda á Íslandi fyrir jólin. Þá er Jökull söngvari tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins.
Þetta er í níunda sinn sem Mosfellingur ársins er valinn.

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár.
Áður hafa hlotið nafnbótina:

2013 Hljómsveitin Kaleo
2012
Greta Salóme
2011 Hanna Símonardóttir
2010 Steinþór Hróar Steinþórsson
2009 Embla Ágústsdóttir
2008 Albert Rútsson
2007 Jóhann Ingi Guðbergsson
2006 Hjalti Úrsus Árnason
2005
Sigursteinn Pálsson