Albert Rútsson 2008

Albert Sigurður RútssonMosfellingur ársins 2008 er athafnamaðurinn og hóteleigandinn Albert Sigurður Rútsson.

Á árinu opnaði Albert glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. Alli Rúts, eins og hann er oftast kallaður er landskunnur skemmtikraftur og rak á árum áður eina þekktustu bílasölu landsins.
Hótel Laxnes er með glæsilegri byggingum í Mosfellsbæ en hótelið opnaði í byrjun septembermánaðar. Kemur þetta fram í bæjarblaðinu Mosfellingi sem veitir nafnbótina. Hótelið er búið 25 herbergjum og getur tekið á móti rúmlega 50 gestum.
Það var Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings sem afhenti Alberti viðurkenninguna.