Sigursteinn Pálsson

Sigsteinn2005Mosfellingur hyggst gera það að árlegum viðburði í fyrsta tölublaði hvers árs að velja Mosfelling ársins. Fyrstur til að hljóta heiðurstitilinn er Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum. Sigsteinn gegndi á árum áður fjölmörgum trúnaðarstörfum í bæjarfélaginu ásamt því að vera stórbóndi á Blikastöðum, bænum sem hann er ávallt kenndur við. Sigsteinn stóð á tímamótum á nýliðnu ári en þann 16. febrúar fagnaði hann 100 ára afmæli sínu. Sigsteinn er elsti íbúi Mosfellsbæjar og hefur í gegnum árin verið mjög ern.
Mosfellingur óskar Sigsteini til hamingju og velfarnaðar. Í opnu blaðsins er stiklað á stóru í lífshlaupi Sigsteins.