Þróun og nýsköpun

 

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar voru afhent í annað sinn 12.11.2013 í Listasal Mosfellsbæjar.

Verðlaun í þremur flokkum  •  Mikill kraftur í Mosfellingum  •  8 umsóknir bárust

Viðurkenningar veittar fyrir þróun og nýsköpun

Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsti eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu.
Auglýst var eftir þremur flokkum hugmynda:

A) hugmynd á frumstigi,
B)
hugmynd sem hefur fengið útfærslu eða mótast,
C) hugmynd sem hefur fengið mótun og fyrir liggur viðskiptaáætlun.

Alls bárust átta umsóknir. Fjórar í flokk B og fjórar í flokk C en engin í flokk A, í hverjum flokki var veittur 300 þúsund króna peningastyrkur fyrir 1. sæti.

UM VERKEFNIÐ:

Mikill efniviður í Mosfellingum urðu tilurð þess að þróunar- og ferðamálanefnd hóf þá vinnu að útbúa regluverk utan um slíka styrki sem hér um ræðir var umsókn um styrk frá frumkvöðli hér í bæ.

Til að gæta jafnræðis og standa faglega að málum var því mótuð umgjörð um slíka styrki.

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að efla nýsköpun og þróun ásamt því að efla fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins.

Áætlað er að auglýsa eftir umsóknum um styrki á hverju ári.

„Það er greinilegt að það er mikill efniviður í Mosfellingum og hugmyndir ekki af skornum skammti. Við í nefndinni þökkum öllum þeim sem sóttu um og  vonumst til að þeir haldi áfram á þeirri góðu leið sem þeirra verkefni stefna í,“ segir Rúnar Bragi Guðlaugsson formaður Þróunar- og ferðamálanefndar.


Eftirtaldir aðilar fengu einnig viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir: 

Anna Tours er nýstofnað fyrirtæki Önnu Hansdóttur ferðaskipuleggjanda. Anna býður upp á þriggja tíma ferð, sem samsett er af um 90 mín. gönguferð upp í Húsadal og síðan er heimsókn á heimili hennar í Reykjahvoli þar sem þjóðlegt kaffihlaðborð er á boðstólum.

Fagur fiskur úr sjó er hönnun á veskjum unnum úr sútuðu fiskiroði og leðri. Veskin eru í nokkrum útfærslum og stærðum og eru öll handunnin. Hönnunarferli á vörulínunni er lokið og hafa viðtökur verið mjög jákvæðar.

Ferðast til fortíðar er líklega stærsta verkefnið sem sótt er um styrk fyrir í ár. Umsækjandi er Stórsaga ehf. Verkefnið snýst í stuttu máli um að endurskapa þann menningarheim sem ríkti á Íslandi fyrir þúsund árum með því að byggja víkingabæ og -svæði í Mosfellsdal.

Mia ehf. er sprotafyrirtæki Bylgju Báru Bragadóttur og Álfheiðar Evu Óladóttur. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinlætisvörum til persónulegra nota. Stefna fyrirtækisins er að byggja upp vörur og ímynd sem standa fyrir hreinlæti, upplifun og nýjungar.

Hótel Laxnes er eins og flestir vita nauðsynleg viðbót við gistimöguleika í Mosfellsbæ og eina hótelið í bænum. Starfsmenn hótelsins hafa lagt sig fram við að koma annarri þjónustu í Mosfellsbæ á framfæri við gesti sína og þar af leiðandi styrkt stöðu þeirra sem halda úti veitingastarfsemi og verslun.

Evrópa framundan er heiti verkefnis á vegum Sívakurs ehf. Fyrirtækið er í eigu Hlyns Guðmundssonar og fjölskyldu hans og framleiðir frosið brauðdeig sem hefur verið í sölu í litlu mæli síðan 2006. Sérstaðan felst í að deigið er kryddað með íslenskum náttúrukryddum og grunnur þess er hráefni sem er ræktað hér í harðbýlu landi.


Sjá myndir frá viðburði hér


Þann 15. janúar voru veittar viðurkenningar í fyrsta sinn. Margar áhugaverðar umsóknir bárust og má sjá þær hér í máli og myndum...

 

Ingibjörg, Sigrún og Einar
Á myndinni má sjá verðlaunahafana.

Sjá myndir frá viðburði hér

1. verðlaun í a flokki
Umsækjandi: Engin umsókn barst í þessum flokki. HUGMYND Á FRUMSTIGI.

Einar Grétarsson Neðanjarðar. 1 verðlaun b flokk_m
Einar Grétarsson
Verkefnið: Neðanjarðar

S. Jens, Sigrún og Ingibjörg_ Spilalist.

S.Jens ehf.
Verkefnið: Spilalist - Listin að læra

TD til gjafar 
Spilalist listin að læra 

1. verðlaun í b flokki
Listaverk úr jarðlögum - NEÐANJARÐAR.

Umsækjendur: Einar Grétarsson hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Neðanjarðar.

Einar býr til listaverk sem byggjast á jarðlögum. Hér er um óvenjuleg listaverk að ræða sem eru fræðandi um náttúruna og sögu Íslands mörg þúsund ár aftur í tímann og hafa jafnframt mikið fagurfræðilegt gildi.

Verðlaunin hlaut Einar í flokki B.

Verkin sýna hvernig jarðvegur hefur þróast og hvernig áfok frá hálendi Íslands hefur áhrif á jarðveginn. Á jarðvegslistaverkunum koma fram m.a. öskulög sem hafa myndast frá landnámi til dagsins í dag. Tekin hafa verið nokkur snið í landi  Mosfellsbæjar, í Mosfellsdal,  Álafosskvos og Flugumýri. Einnig hafa verið tekin snið við  Heklu og Eyjafjallajökull og á fleiri stöðum.

Stærð verkanna er  breytileg og fer eftir hversu djúpur og áhugaverður jarðvegurinn er á hverjum stað.

HUGMYND SEM HEFUR FENGIÐ ÚTFÆRSLU EÐA MÓTAST.
  

1. verðlaun í c flokki
App fyrir lesblinda

Umsækjendur: Þær Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B.
Ingólfsdóttir hlutu verðlaun í flokki C.

Þær hafa starfað starfað sem Davis ráðgjafar til margra ára og stofnuðu fyrirtækið Lesblindulist árið 2008.
Þær hafa þróað, hannað og gefið út stafaapp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma, ætlað börnum með  lesblindu eða tengda námsörðugleika.
Forritið er gefið út á fjórum tungumálum.
Appið er hugsað sem eftirfylgni með nýju íslensku stafaspili sem Sigrún og Ingibjörg settu á markað í vor. Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ hafa styrkt útgáfu spilsins og gerðu þeim kleift að gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins eintak af spilinu.

Appinu er ætlað að kenna börnum stafina, bæði há- og lágstafina, draga rétt til stafs, skilja tákn í texta og æfa einbeitingu.

HUGMYND SEM BÚIÐ ER AÐ ÚTFÆRA OG MÓTA OG FYRIR LIGGUR VIÐSKIPTAÁÆTLUN