15. janúar 2013

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjarvoru afhent í fyrsta sinn 15.01.2013

Verðlaun í þremur flokkum  •  Mikill kraftur í Mosfellingum  •  17 umsóknir bárust

Viðurkenningar veittar fyrir þróun og nýsköpun

Þróunar- og nýsköpunarverðlaun Mosfellsbæjar voru afhent í fyrsta skipti í Listasalnum þriðjudaginn 15. janúar 2013. Þróunar- og ferðamálanefnd stóð fyrir viðurkenningunum og auglýsti eftir hugmyndum frá Mosfellingum.

Alls bárust 17 umsóknir í þá þrjá flokka sem komu til greina, A) hugmynd á frumstigi, B) hugmynd sem hefur fengið útfærslu eða mótast og C) hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir liggur viðskiptaáætlun.

Flestar umsóknir bárust í flokki B en í hverjum flokki var veittur 300 þúsund króna peningastyrkur fyrir 1. sæti. Vegna mikillar þátttöku og almenns áhuga Mosfellinga á þróun og nýsköpun var komið upp sýningu í Listasalnum þar sem verkefnin voru kynnt.

Mikill efniviður í Mosfellingum Tilurð þess að þróunar- og ferðamálanefnd hóf þá vinnu að útbúa regluverk utan um slíka styrki sem hér um ræðir var umsókn um styrk frá frumkvöðli hér í bæ. Til að gæta jafnræðis og standa faglega að málum var því mótuð umgjörð um slíka styrki.

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að efla nýsköpun og þróun ásamt því að efla fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins.
Áætlað er að auglýsa eftir umsóknum um styrki á hverju ári.

„Það er greinilegt að það er mikill efniviður í Mosfellingum og hugmyndir ekki af skornum skammti. Við í nefndinni þökkum öllum þeim sem sóttu um og  vonumst til að þeir haldi áfram á þeirri góðu leið sem þeirra verkefni stefna í,“ segir Rúnar Bragi Guðlaugsson formaður Þróunar- og ferðamálanefndar.


 
Vinningshafar
Á myndinni má sjá verðlaunahafana. Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir,
Sæþór Ásgeirsson, Tanja Wohlrab og Ragnar Þór Ólason.
Tekið við viðurkenningum sæþór Tekur við viðurkenningu úr höndum formanns nefndarinnar
Tekið við viðurkenningum í listasal mosfellsbæjar Sæþór tekur við viðurkenningu
úr höndum formanns nefndarinnar.
1. verðlaun í a flokki   1. verðlaun í b flokki   1. verðlaun í c flokki
1. verðlaun í a flokki  
1. verðlaun í b flokki  
1. verðlaun í c flokki

Samfélagslegt gróðurhús í Mosfellsbæ

Umsækjandi: Tanja Wohlrab – Ryan

Verkefnið skorar hátt í gæðum, skilvirkni, sköpunargildi og lærdómi. Verkefninu má líkja við svokallaða skólagarða sem hafa verið starfræktir í Mosfellsbæ og víðar en í þessum nýja búningi myndi það vera heilsársverkefni. Verkefnið samræmist stefnu Mosfellsbæjar í heilsueflingu og gæti vakið jákvæða athygli á bæjarfélaginu hérlendis. Lögmál sjálfbærni eiga hér við og býður upp á menntunargildi fyrir bæði börn og fullorðna.

HUGMYND Á FRUMSTIGI.

 

Lampar úr íslensku fjörugrjóti og rekavið

Umsækjendur: AR hönnun, Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason

Verkefnið skorar hátt í gæðum, hagkvæmni og sköpunargildi. Hér eru á ferðinni frumkvöðlar í vöruhönnun þar sem verið er að nota náttúrulegt íslenskt hráefni. Lýsing gegnir lykilhlutverki á heimilum og í fyrirtækjum og það er verðmætt fyrir samfélagið að hafa framleiðslu sem leggur áherslu á nytsemi og endur-vinnslu.

HUGMYND SEM HEFUR FENGIÐ
ÚTFÆRSLU EÐA MÓTAST.

 

Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður

Umsækjendur: IceWind ehf, Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson

Verkefnið uppfyllir allar forsendur fyrir vali á þróunar- og  nýsköpunarverkefni.

Verkefnið á erindi til framtíðar þar sem orkumál og sjálfbærni eru ofarlega á baugi. faglega hefur verið staðið að öllum undirbúningi og framvindu verkefnisins í umsókninni. Verkefnið er að öllu leyti mjög  frambærilegt og til þess bært að gera stóra hluti í framtíðinni.

HUGMYND SEM BÚIÐ ER AÐ ÚTFÆRA OG MÓTA OG FYRIR LIGGUR VIÐSKIPTAÁÆTLUN.

Einnig fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir: Berglind Björgúlfsdóttir – Ég tala íslensku/íslenskt talmál fyrir útlendinga,  Jóhanna guðrún árnadóttir – skúlptúrstígur í Mosfellsbæ, Brynja Handverk – sápuframleiðsla, karlotta Lind pedersen – trawire ehf / travel wireless, Sívakur ehf – Heilsubrauð úr íslenskum hráefnum / Livebread, Þríhöfði ehf – gítarkennsla og samfélagsviðbótin partyMode á guitarparty.com