Grænmetismarkaður

Grænmetismarkaður í Mosfellsdal - Mosskógar - OPNAR 13. JÚLÍ
Mosskogar
Á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum.
Grænmetismarkaðurinn er opinn á hverjum laugardegi frá kl. 11 og fram eftir degi.

Af grænmeti í boði má nefna ýmsar salattegundir á borð við klettasalat og auk þess brokkólí, gulrætur, spínat, svartkál og vorlauk. Boðið er upp á rósir frá Dalsgarði, landnámshænur, hanaegg úr Kjósinni - svonefnd af því að haninn fær að vera með hænunum úti í hænsnakofa, pestósósuna hennar Diddúar og íslensk grös og jurtir sem Hildur Rúna Hauksdóttir hefur tínt, þurrkað og unnið.

Hér til hægri má sjá dæmi um vörur sem hægt er að fá á markaðnum

Tengiliður:
Jón Jóhannsson  - jon[hja]mosskogar.is 
Dalsgarði 1, Mosskógum, 271 Mosfellsbær  
s:  566 8121  / 663 6173  

 __________________________________________________________________

 Dalsá BrúsapallurRæktunar- og fræðslusetur að Dalsá í Mosfellsdal

Brúsapallurinn á Dalsá er opinn helgina 12.- 14.júlí.


Þessa helgi er á boðstólnum: Salat, grænkál, hnúðkál, rauðrófur, gulrófur, púrrur, hvítkál, spínat og steinselja. Einnig egg úr landnámshænunum, kryddolían og þurrkaða grænkálið.

Fjölbreytt matjurtaræktun.
Lögð er áhersla á  að hafa á boðstólnum sem fjölbreytilegustu tegundir grænmetis. Góð aðstaða til ræktunar (skjól og sólríkt) gefur möguleika á að rækta jafnt rófur og hvítkál sem sellery og púrrur. Dalsá brúsapallur 2Viðskiptavinir koma og kaupa beint úr garðinum og einnig er selt til verslana og markaða sem leggja áherslu á að vera með lífrænt ræktaða vöru.

Gerhard König, hefur smíðað foláta brúsapall úr birkibolum og honum hefur verið komið fyrir  á hlaðinu. Á brúsapöllum hefur í gegnum tíðina farið fram miðlun á vörum á milli framleiðenda og neytenda. Þessari hefð verður viðhaldið hér á Dalsá, eins og víða annars staðar um landið. Um helgar verður brúsapallurinn hlaðinn fjölbreyttu, nýuppskornu grænmeti, kryddolíu úr lífrænum afurðum, þurrkuðu grænkáli (ótrúlega gott og hollt snakk) og fleiri vörum.

Söluaðili:
Jóhanna B. Magnúsdóttir,
Dalsá í Mosfellsdal.   
GSM: 899 0378
Heimasíða : www.dalsa.is   
email:dalsamos[hjá]gmail.com

 

 

 __________________________________________________________________

Grænmetismarkaður Garðagróður Reykjum II OPNAR ÁGÚSTBYRJUN

Nýupptekið grænmeti - Ræktun á aldingrænmeti og papriku

Opið alla virka daga frá kl. 15:30 - 18:30

Garðagróður hf
Reykjum II
270 Mosfellsbæ
s: 566 7795 / 896 2179

 

 

samtök garðyrkjubænda