Viðburðir

Í túninu heimaÍ túninu heima
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði um allan bæ.

MenningarvorMenningarvor
Menningarvor í Mosfellsbæ hefur verið haldið undanfarin fjögur ár. Í boði eru fjölbreyttir menningarviðburðir.

Hátíðisdagar
Ein fjölmennasta hátíðin sem haldin er í Mosfellsbæ ár hvert er Þrettándagleðin. Sumardagurinn fyrsti skipar fastan sess í hátíðarhöldum í sveitarfélaginu og á þjóðhátíðardaginn 17. júní er mikið um dýrðir.

Konur á markaðiMarkaðir
Frá miðjum júlí og fram á haustið eru haldnir vinsælir bændamarkaðir að Mosskógum í Mosfellsdal. Þá er grænmetismarkaður að Reykjum opinn alla daga frá því að fyrsta uppskeran er tekin upp.