7 tinda hlaupið

7tindarlogo7 tinda hlaup í Mosfellsbæ 31. ágúst 2013

Hlaupið er um vegleysur fjöll og dali. Aðeins lítill hluti leiðarinnar er í byggð og á vegi.

Hlaupaleið 12 km - 1 tindur

Hlaupið er frá Íþróttasvæðinu við Varmá í útjaðri byggðar, eftir göngustíg, gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, gegnum Klapparhlíð að undirgöngum við Vesturlandsveg og þaðan að Skarhólabraut og inn á göngustíg sem liggur í gegnum skógræktina við Hamrahlíð. Hlaupið er á Úlfarsfell upp gilið ofan við skógrægt og á tindinn.
Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Er komið er á Hafravatsveg er haldið eftir honum inn í byggðina við Reykjaveg og inn á Reykjamel niður að Varmá og meðfrem henni á göngustíg að undirgöngum undir Vesturlandsveg við Varmá og þaðan inn á Íþróttasvæðið við Varmá. Um 12 km.

Hlaupaleið 19 km – 3 tindar

Hlaupið hefst á Íþróttavellinum við Varmá klukkan 10:00. Hlaupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrægt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli. Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind.
Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö.
Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell tindur þrjú.
Þaðan er hlaupið niður í Skammadal, suður og vestur með Helgafelli og í gegnum byggð að Vesturlandsvegi og í undirgöng við Ásland og eftir göngustíg yfir Varmá og inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem komið er í mark. 

Hlaupaleið 34 km – 5 tindar

Hlaupið hefst Íþróttavellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Halupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrægt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli. Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind.
Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö.
Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell.
Þaðan er hlaupið niður í Skammadal og áfram upp á efsta hnjúk Æsustaðafjalls, tindur fjögur.
Áfram suður eftir fjallinu og stefnan tekin austur að Tordalsbrúnum og áfram upp á Hjálminn. Þá er stefnan tekin á tind Grimmansfells, tindur fimm.
Farið síðan vestur Flatafell og áfram niður að Hraðastöðum. Þá er hlaupið meðfram Þingvallavegi til vesturs niður dalinn eftir Hjóla/göngustíg að undirgöngum við Ásland og eftirhjóla/ göngustíg niður að Varmá og yfir brúna og  inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem komið er í mark.

Hlaupaleið 37 km - 7 tindar

Hlaupið hefst Íþróttavellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Halupið er á malbikuðum göngustíg í útjaðri Mosfellsbæjar og í gegnum skólasvæði Lágafellsskóla, í gegnum byggð að undirgöngum undir Vesturlandsveg, yfir Skarhólabraut, inn á göngustíg og inn í skógrægt við Hamrahlíð í Úlfarsfelli. Farið er upp á Úlfarsfellið eftir gili og þaðan beint á fyrsta tind.
Þaðan er haldið austur af fjallinu með stefnu á Hafravatn. Áfram áleiðis á Reykjaborg um Borgardal, tindur tvö.
Þegar komið er á Reykjaborg er stefnan tekin norður af Reykjaborg, um Húsadal og yfir Varmá og upp á Reykjafell tindur þrjú.
Þaðan er hlaupið niður í Skammadal og áfram upp á efsta hnjúk Æsustaðafjalls, tindur fjögur.
Áfram suður eftir fjallinu og stefnan tekin austur að Tordalsbrúnum og áfram upp á Hjálminn. Þá er stefnan tekin á tind Grimmansfells, tindur fimm.
Farið síðan vestur Flatafell og áfram niður að Hraðastöðum. Halði síðan þvert yfir Mosfellsdal og að Mosfelli norður af kirkjunni und komið er upp fyrir öll gil, og þá sveig til vesturs rakleiðis á hæsta hnjúk Mosfells, tindur sex.
Farið síðan í suður niður af fjallinu og um bæjarhlaðið á Hrísbrú. Haldið áfram niður veginn og að Þingvallavegi. Þaðan er haldið á Helgafellið, tindur sjö.
Þegar tindinum er náð er farið suð-vestur og komið niður við Helgafell. Farið í gegnum byggð að Vesturlandsvegi og í undirgöng við Ásland og eftir göngustíg yfir Varmá og inn á íþróttasvæðið við Varmá þar sem komið er í mark. 

____________________________

stjarna KORT AF HLAUPALEIÐUM
____________________________

Vegalengdir

1 tinda hlaup 12 km
3 tinda hlaup 19 km
5 tinda hlaup 34 km
7 tinda hlaup 37 km

 

Aðrar upplýsingar

Mosfellsbær, Skátafélagið Mosverjar og Björgunarsveitin Kyndill halda hlaupið.

Skráning fer fram á www.hlaup.is

Ræst í allar vegalengdir klukkan 10.00

Mikilvægt er að þátttakendur séu komnir að Íþróttamiðstöðinni við Varmá minnst 30 mín fyrir hlaup.

Arion banki gefur vegleg verðlaun fyrir 1.sæti í öllum vegalengdum.

Útdráttarverðlaun í öllum vegalengdum.

Frítt er í Varmárlaug að hlaupi loknu.

Drykkjarstöðvar með orkudrykkjum og næringu verða á leiðinni.

Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu.

Markið lokar kl. 16:00.