Dagskrá 2010

Margt um að vera á miðvikudögum

 


Sumartorg á föstudögum

 


23. júní kl. 21:00
Jónsmessuganga undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Lagt af stað frá Álafosskvos kl. 21:00 og gengið niður í Leiruvog. Staldrað verður við á ýmsum stöðum og þjóðsögur úr Mosfellssveit lesnar. Þegar niður í Leiruvog er komið verður þar tendraður Jónsmessuvarðeldur.  
25. júní kl. 16:00
Vísindasýningin ,,Tilraunalandið” frá Norræna húsinu kemur á torgið. Fróðleg og skemmtileg sýning fyrir jafnt unga sem aldna!30. júní kl. 21:00 
Kvikmyndakvöld í Bæjarleikhúsinu. Ítalska óskarsverðlaunamyndin Paradísarbíóið frá árinu 1990 sýnd á tjaldi. Mynd sem allir verða að sjá.
2. júlí kl. 16:00
Brúðubíllinn skemmtir börnunum. Komið með teppi til að sitja á.

7. júlí kl. 16:30
Hjólreiðatúr fjölskyldunnar. Halla Karen Kristjánsdóttir leiðir hópinn frá Lágafellslaug upp í Reykjalundarskóg. Leikir og fjör á túninu, komið með eitthvað á grillið!
9. júlí kl. 16:00
Markaður á torginu. Mosfellingum gefst kostur á að selja gamla muni, fatnað, handverk o.fl. sér að kostnaðarlausu. Skráning á margtumadvera[hjá]gmail.com Sölubásar frá fyrirtækjum bæjarins. Steindi Jr. sér um happdrætti og uppboð á spennandi munum. Ágóðinn rennur til góðgerðarmála í Mosfellsbæ.
Mætum og sköpum líflega stemningu!14. júlí kl. 20:00
Tónleikar á Bókasafninu. Mosfellskir flytjendur og vinir leika létta sumarklassík.
16. júlí kl. 16:00
Íþróttafélagið Afturelding og skátafélagið Mosverjar sjá um leiki og þrautir á torginu.

21. júlí kl. 16:30
Leikir og fjör á Stekkjarflöt.Grill verður á staðnum - komið með pylsur eða sykurpúða að grilla!
23. júlí kl. 16:00
Listaviðburðir á torgi með listamönnum í Mosfellsbæ.
Götuleikhús, skopmyndateikning, tónlist og leikir!