Föstudagur

Föstudagur 26. ágúst

10.00 BÓKASAFN  MOSFELLSBÆJAR Í KJARNA
Leiksýning:
Bókasafn Mosfellsbæjar og leikskólar Mosfellsbæjar bjóða öllum 4 ára börnum í Mosfellsbæ á leikritið “Prumpuhóll” í flutningi Möguleikhússins.

17.00-19.00 SÝNING Á LISTAVERKUM Á ÁLAFOSSI
Listasýning:
Anna Sigþórsdóttir, Ásdís Sigurþórsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir opna sýningu á málverkum, teikningum og skúlptúrum í sal Myndlistarskóla Mosfellsbæjar (Álafossi) og á Kaffi Álafoss.

17.00-19.30 GOLFKLÚBBURINN KJÖLUR
Unglingaeinvígi:
boðsmót fimm stigahæstu drengjum og þremur stigahæstu stúlkum í öllum aldurshópum á Stigamótaröð GSÍ er boðin þátttaka. Áhorfendum er boðið að koma og fylgjast með úrslitum í þessari skemmtilegu keppni. Aðgangur ókeypis.

19.00 TÓNLEIKAR Í LISTASAL Í KJARNA
Burtfaratónleikar
frá Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Ásbjörg Jónsdóttir leikur á píanó.

19.45-22.00 MIÐBÆJARTORG OG ULLARNESBREKKUR
Litaganga, plank, varðeldur og brekkusöngur :
Hvert hverfi gengur í skrúðgöngu að Miðbæjartorgi þar sem setningarathöfn bæjarhátíðar fer fram. Þaðan ganga allir saman í Ullarnesbrekkur og syngja saman við varðeld.

Íbúar safnast saman eftir hverfislitum á eftirtöldum stöðum kl. 19.30:
Gulir mæta við Olís
Rauðir mæta við Bæjarleikhúsið
Bleikir mæta við göngubrú yfir Vesturlandsveg, Tröllateigsmegin.
Bláir mæta við Hlégarð 

Litaskrúðgöngurnar leggja af stað kl. 19.45 og ganga að Miðbæjartorgi. Stefnt á Íslandsmet í planki á steinveggnum umhverfis Miðbæjartorgið. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri flytur setningarávarp. Litaskrúðganga allra hverfa frá Miðbæjartorgi í Ullarnesbrekkur. Dúettinn Hljómur leiðir brekkusöng.  Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Kyndils tendra ljós á kyndlum í lok dagskrár kl. 22.00