Laugardagur

Laugardagur 27. ágúst

09.00-16.00 TUNGUBAKKAVÖLLUR
Mosómót UMFUS (Ungmennafélag ungra sveina). Knattspyrnumót bæði eldri karla og kvenna.

11.00-16.00 GOLFKLÚBBURINN KJÖLUR
Pútt og pylsa:
Golfklúbburinn Kjölur býður fjölskyldum að koma og pútta á púttflötum við golfskálann. Grillaðar pylsur í boði fyrir alla.

GOLFKLÚBURINN BAKKAKOT
50% afsláttur á Steinarsvöll í tilefni bæjarhátíðarinnar allan daginn

12.00-16.00 BYLGJAN sendir út frá ýmsum stöðum í Mosfellsbæ

12.00-17.00 FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM
Fornvélasýning
: gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Elsta flugvél landsins, sem smíðuð var af tveimur Íslendingum á árunum 1931-2 verður til sýnis. Model-flugáhugamenn setja vélar sínar á loft fram eftir degi ef veður leyfir. Karamellukast kl. 16.00

9.00-18.00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ AÐ VARMÁ (ÚTISVÆÐI)

9.00 Boot Camp keppni á grasvellinum

15.45 Verðlaunaafhending í Boot Camp keppninni

16.00 Meistaraflokkur karla í knattspyrnu leikur gegn Fjarðabyggð

13.00 MIÐBÆJARTORG
Fegurðasamkeppni blendinga og þrautabraut.
Gallerí Voff - hundaskóli stendur fyrir keppninni "Fegursti blendingurinn". Allir hvattir til að mæta með hundana sína og taka þátt í fegurðasamkeppni eða fara með hundinn í gegnum skemmtilega þrautabraut.

13.00-22.30 VARMÁRHÓLL
Lasertag- og litaboltavöllur:
Settur verður upp laser tag völlur sem hentar allri fjölskyldunni og einnig paintball-völlur sem ætlaður er þátttakendum 15 ára og eldri. Frekari upplýsingar í síma 857 3000.

13.00-23.00 HLÉGARÐSTÚN
Tívolí:
Hringekjur, hoppukastalar, 20 metra fallturn og fleiri skemmtileg tæki fyrir alla fjölskylduna

13.00-17.00 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ AÐ VARMÁ (ÍÞRÓTTASALIR)
Hátíðardagskrá á sviði
, fyrirtæki, stofnanir, klúbbar, félagasamtök og einstaklingar í Mosfellsbæ kynna starfsemi sína. Kl. 15.50 verður Karamellukast Flugklúbbs Mosfellsbæjar á gervigrasvellinum við Varmá.

Dagskrá á hátíðarsviði íþróttahússins að Varmá:

13.00 Sigga Beinteins og María Björk úr Söngvaborg með tónlistardagskrá fyrir börn

13.30 Teakwondodeild UMFA sýnir

14.00 Sæunn Ýr Óskarsdóttir syngur

14.00-17.00 LISTASÝNING Í ÁLAFOSSKVOS
Listasýning:
Listakonurnar Anna Sigþórsdóttir, Ásdís Sigurþórsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir sýna málverk, teikningar og skúlptúra í sal Myndlistarskóla Mosfellsbæjar (Álafossi) og á Kaffi Álafoss eftir listakonurnar. Aðgangur ókeypis.

16.00 TÓNLEIKAR Í LISTASAL Í KJARNA
Burtfaratónleikar
frá Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Sigríður Thorlacius leikur á píanó.

12.00-17.00 HLÉGARÐUR
Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og tóneyrað:
Á boðstólnum verður gulrótar-mauksúpa full af ferskum kryddjurtum, heimabakað brauð og margt annað gómsætt frá Vigni í Veilsugarði. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm syngur þekktar dæguperlur kl 14. Hlégarður eins og hann verður bestur.

12.00-17.00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL
Útimarkaður:
Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl., Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl 14.00. Úrslit í sultukeppni kl. 15.00

13.00-17.00 HLÉGARÐSTÚN
Tívolí:
Hringekjur, hoppukastalar, 20 metra fallturn og fleiri skemmtileg tæki fyrir alla fjölskylduna

13.00-17.00 ÁLAFOSSKVOS
Útimarkaður og atorkumat:
Á útimarkaðnum í Álafosskvos verður boðið til sölu er ýmiskonar handverk, tæki- tól og grænmeti. Stöllurnar syngja kl. 14.00. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl 15.00.

Í Álafosskvos fer einnig fram Atorkumat sem felst í því að hlaupinn verður hringur á fjögur fell umhverfis Mosfellsbæ. Þeir sem ná að ljúka hlaupina á þremur og hálfum tíma fá viðurkenningu á 100% atorku. Hlaupið byrjar og endar í Álafosskvos.  Skráning á staðnum.

13.00 MOSFELLSDALUR
Laxnessganga:
Birgir D. Sveinsson býður upp á leiðsögn og göngu um Mosfellsdalinn. Lagt af stað frá Mosfellskirkju.

17.00 ÁLMHOLT
Útitónleikar í garðinum heima:
Óperusöngvararnir Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson, Diddú og kannski fleiri bregða á leik og bresta í söng með klassískum hætti.

17.00-20.30 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.

20.30-23.00 MIÐBÆJARTORG
Útitónleikar fyrir alla fjölskylduna

20.30-21.00 Sveppi og Villi skemmta börnum á öllum aldri.

21.00-23.00 Vinir Sjonna, Hera Björk, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna.

Mosfellingurinn vinsæli, Steindi Jr. verður kynnir á tónleikunum og flytur jafnframt lög af nýju plötunni sinni ásamt félögum sínum. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Kyndils í lok tónleika.

23.00-03.00 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ AÐ VARMÁ
Stórdansleikur:
Meistaraflokkur UMFA efnir til stórdansleiks með Vinum Sjonna. Aldurstakmark 20 ár.