Í túninu heima 2013

forsidaBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima,  verður nú haldin í 10. sinn dagana 30.ágúst til 1.september 2013.  Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með skrúðgöngu varðeld og brekkusöng í Álafosskvos.

Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á miðbæjartorgi og stíga ávallt landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum á svið.

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru  hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni og ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima hjá sér,  þá má senda tölvupóst á ituninuheima@simnet.is.

 

Sjá alla dagskrána hér sem .pdf skjal sem má hlaða niður og prenta út.

Hér má sjá dagskrána í heild sinni, með því að smella á myndina opnast stærri útgáfa af dagskránni. Sjá alla dagskrána hér sem .pdf skjal