Kærleiksvika

Dagskrá Kærleiksviku í Mosfellsbæ 2013 - smellið hér

Kærleiksvika 2013 banner

Kærleiksvika verður nú haldin í fjórða sinn  17.- 24.feb. eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. 

Hugmyndin er að sem flest félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki, hópar og einstaklingar taki þátt í vikunni með sínum hætti. Undirbúningshópur kærleiksvikunnar vonar að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum og uppákomum.

Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik.  Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.

Verkefnið er sjálfsprottið og er ekki tengt neinum ákveðnum félagsskap, stofnun eða fyrirtæki.  En von hópsins er sú að sem flestir komi með framlag til vikunnar og að hún höfði til íbúa á öllum aldri.  En ætlast er til þess að þeir sem koma með hugmynd að viðburðum, verkefnum sjái einnig um framkvæmdina.

Dagskrá vikunnar er svo kynnt á hverjum tíma á vef Mosfellsbæjar www.mos.is/kaerleiksvika og facebook síðu Kærleiksvikunnar

Með von um jákvæðar og kærleiksríkar viðtökur,

Bryndís Haralds, Hilmar Stefánsson, Hreidar Örn Zoëga,Vigdís Steinþórs.