Kvennahlaupið

kvennahlaup

2013

Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 8. júní um allt land í 24. sinn.
Hlaupið frá Varmárvelli kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. SJÁ KORT AF HLAUPALEIÐUM HÉR
Forskráning í Íþróttamiðstöðinni að Lækjarhlíð.

Frítt í Varmárlaug að loknu hlaupi.

Kvennahlaupið í ár er í samstarfi með Styrktarfélaginu Göngum saman. Kvennahlaupið í ár er í samstarfi með Styrktarfélaginu Göngum saman. Göngum saman Markmið Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini
Markmið Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks.

SKORAÐU Á VINKONUR ÞÍNAR, MÖMMU, SYSTUR ÖMMUR, DÆTUR..
Kvennahlaupið er tilvalinn vettvangur fyrir konur til að byrja holla og góða hreyfingu. Hérna getur þú sent áskorun til vinkvenna eða ættingja um að taka þátt í Kvennahlaupinu.

Kveðja frá bæjarstjóra

Einkunnarorð hlaupsins í ár „Hreyfum okkur saman“ eru viðeigandi í okkar barnmarga bæjarfélagi. Aðstaðan til útivistar og hreyfingar er einstök hér enda stefnir Mosfellsbær að því að verða fyrsta heilsueflandi samfélagið á Íslandi. Því er vel við hæfi að Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fari fram í bænum en af öllu höfuðborgarsvæðinu er einungis hlaupið í Mosfellsbæ og Garðabæ. Ég óska því öllum dætrum, mömmum, ömmum og langömmum góðs gengis og umfram allt góðrar skemmtunar í hlaupinu.

Með bestu kveðju
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

DAGSKRÁ:

Varmá laugardaginn 8.júní klukkan 11.00
"Hreyfum okkur saman"   

 • Skráning/Bolasala hefst klukkan 10.00 við Varmá
 • Upphitun 10.45
 • Hlaupið hefst kl.11.00
 • 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri
 • 1500 kr. fyrir eldri en 12 ára
 • Forskráning/bolasala er hafin í Lágafellslaug
 • Mosfellsbær býður upp á andlitsmálningu fyrir börnin frá klukkan 10.00
 • Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening auk þess fá langömmur rós
 • Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu
 • Næg bílastæði við Íþróttamiðstöðina að Varmá, Hlégarð og Brúarland
 • Mætum tímanlega 
 • Veldu þér vegalengd og njóttu þess að hlaupa/ganga á þínum hraða í góðum félagsskap. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.   SJÁ KORT AF HLAUPALEIÐUM HÉR

Kaffi Álafoss býður upp á kvennahlaups-tilboð

 • súpa og salat 1390 kr.
 • salat 700 kr.
 • súpa 1100 kr.

Langömmur, ömmur, mömmur og dætur fjölmennum og höfum það gaman saman „ í Mosfellsbæ á hreyfingu“

Hittumst í Sjóvá Kvennahlaupinu 8. júní 2013

  SJÁ KORT AF HLAUPALEIÐUM HÉR

Tilgangurinn að efla heilsu kvenna

Allar konur um land allt eru hvattar til þess að taka daginn frá en tilgangur hlaupsins er að efla heilsu kvenna. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og sýna þar með samstöðu kvenna í verki en slagorð hlaupsins í ár er Hreyfing til fyrirmyndar.
 
Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má finna á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og á www.sjova.is. Þar má einnig finna gagnasafn upplýsinga fyrir óvana hlaupara um matarræði, útbúnað og leiðir til þess að koma sér af stað í hreyfingu.

Á síðasta ári var safnað brjóstahöldum í tengslum við Kvennahlaupið

brjostahaldararSkortur á nærfötum hjá Rauða krossinum
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá stóðu fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fór þann 16. júní 2012.
Árlega velja skipuleggjendur Kvennahlaupsins eitt málefni tengt konum til að vekja sérstaka athygli á. Árið 2012 var ákveðið að hvetja þátttakendur kvennahlaupsins til að gefa nærföt (s.s. brjóstahöld) í fatasafnanir hjálparsamtaka. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum þá skilar nærfatnaður sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður. Margir átti sig einfaldlega ekki á því að eftirspurn sé eftir þessum fatnaði.
Þegar söfnuninni var hleypt af stokkunum  mættu Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leikmaður ársins í N1 deild kvenna, og móðir hennar Soffía Bragadóttir, til Rauða krossins til þess að gefa fyrstu brjóstahöldin.

Kvennahlaup/ganga verður frá Hlaðhömrum 5. maí.
Nokkrar vegalengdir í boði.

Umsjónarmenn verða Alfa og Halla Karen. Skráning er á skrifstofu félagsstarfsins á Hlaðhömrum kl. 13 -16 þar sem bolir verða einnig afhentir.

Heiðursmenn afhenda verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/göngu.

Bolir verða seldir á staðnum.

Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið í því er bolur og verðlaunapeningur.

Hvetjum fjölskyldur og vini til að mæta með sínum konum.

ATH. Vegalengd verður miðuð við getu hvers þátttakanda.