MúsMos

2013

MúsMos tónlistarhátíðin í Álafosskvos verður haldin í sjötta sinn í ár og fer hún nú fram þann (dagsetning auðlýst síðar). Tónleikarnir eru haldnir til þess að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni tækifæri til að stíga á svið.

Unnið er af fullum krafti við að gera hátíðina enn stærri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.

Eins og fyrri ár verður dagskráin fjölbreytt þar sem hljómsveitir af ýmsum toga koma fram á þessum útitónleikum í Álafosskvosinni.

Tónleikarnir eru ókeypis og verða böndin kynnt þegar nær dregur. MUSMOS_A3_2012