Unglingaverkefnið

Megin uppistaðan í vinabæjasamstarfinu frá 1992 hefur verið samskiptaverkefni 15 ára unglinga í bæjunum.  Hingað hafa komið 2 unglingar frá hverjum bæ, tekið þátt í vinnuskólanum og tómstundastarfi og gist hjá jafnöldrum sínum.  Frá Mosfellsbæ hafa farið 8 unglingar hvert sumar til vinabæjanna.  Frá 1992 og þar til í dag, 2001, hafa fjölmargar fjölskyldur í Mosfellsbæ komið að verkefninu, hýst ungling og/eða sent sinn ungling utan.  Ef miðað er við 4 í hverri fjölskyldu þá er sá fjöldi sem tekið hefur þátt rúmlega 300 manns hér í bæ.