Vinabæjamót

Vinabæjamót eru haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum.  Frá því á vinabæjamóti í Skien í Noregi 1992 hafa þessi mót þróast í átt til faglegra samskipta; þar sem starfsmenn og ábyrgðaraðilar bæjanna hittast í faglegum vinnuhópum, bera saman bækur sínar og kynnast kollegum sínum og verksviðum þeirra. Þannig hafa þátttakendur kynnst því hvernig unnið er í málaflokkum í vinabæjunum og einnig hafa myndast tengsl milli vinnustaða og einstaklinga sem nýtast á margan hátt. Á þessum mótum eru einnig unglingahópar, nú síðustu ár hafa krakkarnir sameinast í einn stóran þemahóp og skiptst svo í þrjá minni hópa.  Í stóra hópnum er fjallað um málefni sem tengist unglingum.  Þannig var í Danmörku 1996 fjallað um byggðasögu og norrænan menningararf og kynntu krakkarnir lönd sín og sögu í stuttu máli.  Í Mosfellsbæ var þemað lýðræði í grunnskólum, einnig undirbúið heimafyrir.
Á vinabæjamót hefur Mosfellsbær yfirleitt sent 3 bæjarfulltrúa ásamt bæjarstjóra og fulltrúum Norræna félagsins, nefndarmönnum og fagfólki á ýmsum sviðum.  Þetta fólk hefur skipt sér í vinnuhópa eftir áhuga, þekkingu og reynslu hvers og eins.
Fyrsta vinabæjamótið í Mosfellsbæ var haldið árið 1988 og aftur 1998.