Vinabæjasamskipti

Vinabæjakeðjan er sú elsta á Norðurlöndum og upphaf hennar voru samskipti milli Uddevalla og Thisted 1939.
Vinabæjasamskipti voru fyrst til umræðu hjá félagsdeild Norræna félagsins í Mosfellssveit árið 1975. Árið 1977 gekk sveitarstjórn frá vinabæjatengslum við Thisted í Danmörku, Skien í Noregi, Uddevalla í Svíþjóð og Loimaa í Finnlandi.
Árið 1982 varð Mosfellshreppur formlega aðili að vinabæjakeðjunni þegar fulltrúar hreppsins tóku þátt í vinabæjamóti í Skien  í Noregi.