Dagforeldrar

Skólafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með dagforeldrum bæjarins, veitir þeim ráðgjöf og sér um leyfisveitingu til þeirra, svo og umsjón með gæsluvelli. Skólafulltrúi er ráðgefandi við bæjaryfirvöld um leikskólamál, sinnir erindum og hefur með höndum umsýslu og eftirlit er lýtur að leikskólum, dagforeldrum og gæsluleikvöll. 

Daggæsla í heimahúsum.
Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð nr. 907/2005, sem sett var með heimild í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fræðslunefnd veitir leyfi til gæslu barna í heimahúsum í Mosfellsbæ og hefur eftirlit með starfseminni.  Þeir einir sem hafa leyfi fræðslunefndar til slíkrar starfsemi hafa heimilid til að gæta barna og taka greiðslu fyrir.
Skólafulltrúi er starfsmaður fæðslunefndar og hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra í Mosfellsbæ.

Lögð hefur verið áhersla á að dagmæður séu starfandi í öllum hverfum bæjarins.

Við upphaf vistunar barns hjá dagforeldri sem er gerður  vistunarsamningur um vistun barns hjá dagforeldri.  Í samningnum kemur fram hvenær barn byrjar vistun, vistunartíminn, mánaðargjald foreldra og niðurgreiðsla frá Mosfellsbæ til dagforeldris. Uppsögn á samningnum skal gerð með mánaðarfyrirvara. 
 
pdf-icon20pix Þjónustusamningur við dagforeldra (.pdf 18,4kb)
pdf-icon20pixVistunarsamningur um vistun barns hjá dagforeldri sem er með þjónustusamning við Mosfellsbæ (.pdf 19.5kb)
pdf-icon20pixSameiginlegar reglur dagforeldra í Mosfellsbæ sem eru með þjónustusamning við bæjarfélagið (.pdf 95kb)
pdf-icon20pix Breytingarblað (.pdf 18kb)


Listi yfir starfandi dagforeldra í Mosfellsbæ


Reglur og samþykktir:

Upplýsingar um niðurgreiðslur gjalda v/vistunar barna hjá dagforeldrum

Nefndir:

 Fræðslunefnd fer með yfirumsjón daggæslu í heimahúsi í umboði bæjarstjórnar