Foreldrarölt

Í byrjun september hófst á ný foreldrarölt í Mosfellsbæ eftir sumarfrí.  Að þessu sinni tekur Lágafellsskóli þátt en foreldrarölt á vegum foreldrafélags Lágafellsskóla hefur legið niðri um sinn.

Foreldrafélög Lágafells- og Varmárskóla skipuleggja foreldrarölt í samstarfi við Rauða Kross Íslands.  Stjórn foreldrafélagsins sér um skipulagningu í samstarfi við bekkjarfulltrúa 5.-10. bekkja.

Foreldraröltið fer fram á föstudags- og laugardagskvöldum.  Mæting er í húsnæði Rauða Kross Íslands, Þverholti 7, kl. 22:00.  Þar tekur starfsmaður RKÍ á móti foreldrum með fræðslu og fer með hópnum á röltið.  Rölti lýkur um miðnætti.

Foreldraröltið er hin besta heilsubótarganga og tilvalið er að taka hundinn með.

Tilgangur foreldrarölts er m.a.:

  • Að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga og að koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.
  • Að koma á tengslum milli foreldra sem eiga börn á unglingsaldri.
  • Að foreldrar geti kynnst ástandinu í hverfinu og geti brugðist við af ábyrgð.
  • Að gera erfiðara fyrir vímuefnasala að fóta sig í hverfinu.  Jafnframt getur röltið dregið úr skemmdarverkum og innbrotum.

Röltið fer fram á föstudags- og laugardagskvöldum.
Fyrir áramót sér FFLS um föstudagskvöld og FFVS um laugardagskvöld.
Eftir áramót sér FFLS um laugardagskvöld og FFVS um föstudagskvold. 

Dagatal vegna foreldrarölt FFLS og FFVS 2010-2011

FFLS
Foreldrafélag
Lágafellsskóla

FFVS
Foreldrafélag
Varmárskóla


Kjósarsýsludeild