Golf

Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ. Golfklúbburinn Bakkakot og Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbburinn Kjölur var stofnaður 7. desember 1980 og árið 1986 var Hlíðarvöllur við Leiruvog tekinn í notkun. Golfíþróttin hentar fólki á öllum aldri og er kjörin fjölskylduíþrótt þar sem fólk á öllum aldri getur leikið íþróttina á jafnréttisgrundvelli. Á sumrin eru reglulega æfingar og kennsla á golfvellinum undir stjórn golfkennara og leiðbeinenda. Þar æfa börn og unglingar, kvenna- og karlasveitir. Klúbburinn heldur uppi öflugu afreksstarfi og er þekktur fyrir frábært barna- og unglingastarf. Yfir sumartímann eru haldin barna og unglinganámskeið þar sem margir af okkar fremstu kylfingum í dag hafa stigið sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Á námskeiðunum er farið yfir grunnatriði golfsveiflunnar og þá þætti sem ber að huga að þegar leikið er golf. Kennsla á námskeiðunum er sett upp á léttann og skemmtilegan hátt með leikjum og keppni þar sem aðalmarkmiðið er að krakkarnir upplifi golfið á jákvæðan og skemmtilegan hátt. 

Hægt er að panta tíma hjá golfkennara og einnig skrá á námskeið í síma 566-7415.
www.gkj.is

Golfklúbburinn Bakkakot var stofnaður 1991. Golfklúbburinn er staðsettur er skammt frá Mosfelli í Mosfellsdal. Er völlurinn mjög vinsæll á sumrin hjá þeim sem eru að byrja að spila golf og kemur fólk víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu ti að spila golf. Einnig skipuleggur klúbburinn starf fyrir börn og unglinga.

http://golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburbakkakots/