Heilsuþjónusta

Heilsuþjónusta Lágafellslaug

LÁGAFELLSLAUG  -  HEILSUÞJÓNUSTA
Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug. Níu meðferðaraðilar eru þar starfandi.

Boðið er uppá  mismunandi nudd en fjórir nuddarar eru starfandi sem allir hafa sína sérstöðu. Má þá nefna almennt nudd, slökunarnudd, sjúkranudd, íþróttanudd, spa meðferðir og fl.

Tveir aðilar bjóða uppá höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð sem einnig getur farið fram í innisundlauginni. Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er létt snerting sem losar um spennu í bandvef og himnukerfi líkamans. Gefur slökun og stórbætta líðan. Meðferðin er bæði fyrir börn og fullorðna.

Félagsráðgjafi er með sálfélagslegan stuðning fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur .

Hómópati hefur að bjóða heildræna meðferð þar sem lækningarmáttur líkamans er virkjaður og kemur inná öllu svið er viðkemur líkama og sál. 

Snyrtifræðingur býður uppá fjölbreyttar meðferðir eins og litun og plokkun, förðun, andlitsböð, húðhreinsun, handsnyrtingu, fótsnyrtingu og  vaxmeðferð við óæskilegum hárum. Einnig gerir hún göt í eyru.

Alexei Trufan, nuddari -  Almennt nudd, íþróttanudd og svæðanudd
Guðbjörg Þórðardóttir,  félagsráðgjafi MSW - Stuðningsviðtöl
Guðrún Ólafsdóttir, hómópati LCPH  - Almenn hómópatíumeðferð
Gunnar Stefánsson, nuddari  -  Almennt heilsunudd
Ingrid Karis, nuddari   -  djúpvefjanudd, slökun og coconut nudd
Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur með höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð CSFÍ

Heilsu og hamingjulindin:

Erlendur Magnús Magnússon, heilsunuddari,
Lilja Petra Ásgeirsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari CCST  - meðhöndlar einnig í vatni. Einnig NES heilsumælingar.

Sjá ennfremur: www.big.is , www.hamingjulindin.is, www.homopatar.iswww.craniosacral.is