Tilmæli til foreldra og forráðamanna

Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar

Opnunartími: 9 – 12 og 13 – 16 alla virka daga í júlímánuði
Sími: 5666959
Kostnaður:
160 pr. klst. Greiðist við komu. Hægt er að kaupa 20 miða/klst. afsláttakort á kr. 3.000 og 40 miða/klst. afsláttarkort á kr. 5000.

Innheimt er klst.gjald fyrir hverja byrjuðu klst.

ATH ! Mikilvægt er að virða opnunartímann

Á gæsluleikvellinum gefst börnum tækifæri á að leika sér í öruggu og skemmtilegu umhverfi undir eftirliti starfsfólks. Hafa ber í huga að börnin eru úti allan tímann og er því allt öðruvísi en leikskóli þar sem hægt er að leika sér inni. Gæsluleikvöllurinn getur aldrei komið í stað leikskóla, né gengt hlutverki hans. Því er mikilvægt að ofbjóða ekki barninu með of langri dvöl á vellinum. Það sem eitt barn þolir, kann að vera öðru um megn, þó það sé á sama aldri. Hafið samráð við starfsmenn vallarins um viðveru barnsins hverju sinni.

Ávallt verður að vera hægt að ná í foreldra eða forráðamenn meðan barnið dvelur á vellinum

Nokkrar upplýsingar áður en komið er á völlinn:

  •  Hafið barnið vel búið er það sækir gæsluleikvöllinn og í samræmi við veður.
  •  Hafið með hressingu fyrir barnið, t.d brauð og safa. Hressing er kl 10:30 og 14:30.
  •  Ef barnið hættir til að bleyta sig, látið það þá hafa aukabuxur. Ekki er aðstaða til bleyjuskipta á gæsluvellinum.
  •  Látið barn ekki á völlinn, ef það er ekki heilbrigt.
  •  Ekki er borin ábyrgð á dóti sem barnið kemur með á gæsluvöllinn. Hjól eru ekki leyfileg.

Velkominn á gæsló