Grunnskólar

Grunnskólar Mosfellsbæjar

Grunnskólar Mosfellsbæjar starfa eftir lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðum við þessi lög, Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999, stefnumörkun Mosfellsbæjar um skólamál (Skólastefna Mosfellsbæjar frá 2002, Stefnumótun um sérkennslu í grunnskólum frá 2004) og öðrum samþykktum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er snerta skóla.  Auk þess tekur starfsemi skólanna mið af öðrum lögum um opinbera þjónustu, reglugerðum við þau auk kjarasamninga starfsmanna.

Sjálfstæði grunnskólanna í Mosfellsbæ hefur aukist á undanförnum árum.  Með sjálfstæði skóla er átt við faglegt, fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði skóla til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið af ríki (lög, reglugerðir og aðalnámskrá), sveitarfélaginu  og með kjarasamningum

Þrír skólar starfa í Mosfellsbæ, Lágafellsskóli, Varmárskóli og Krikaskóli.