Frístundasel

Frístundasel fyrir 1. - 4. bekk eru starfrækt af Grunnskólum Mosfellsbæjar.

Markmið frístundaseljanna er að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna.  Frístundaselin bjóða upp á margvísleg verkefni, t.d. íþrótta-, tómstunda-, lista- og menningarverkefni.  Helstu áherslur í starfinu eru öryggi, útivist, hreyfing, fjölbreytni, tómstundir, íþróttir og vellíðan.  

Að öllu jöfnu eru frístundasel opin daglega alla daga á starfstíma skóla, en daglegur opnunartími tekur þó mið af því hvernig skólinn fléttar starfið inn í daglega viðveru barna í skólanum og getur því verið breytileg frá ári til árs.  Í samræmi við starfsáætlanir grunnskólanna ber skólastjórum að upplýsa foreldra að vori um fyrirkomulag næsta skólaárs.

 

Hægt er að nálgast gjaldskrá frístundasels með því að fylgja hlekk hér að neðan:

Gjaldskrá frístundasels

Hægt er að nálgast samþykkt um frístundasel með því að fylgja hlekk hér að neðan:

Samþykkt frístundasels

Hægt er að nálgast upplýsingar um frístundaávísun með því að fylgja hlekk hér að neðan:

Frístundaávísun